Foreldrablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 12

Foreldrablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 12
Sex þjónandi prestar í Rcykjaviþ svara spurningunni Á að seinka fermingu barna um eitf ár? Uppeldismálaþing S. í. B. 1951 sam- þykkti m. a. eftirfarandi tillögu um ferm- ingu barna: „Uppeldismálaþingið telur eðlilegt, að börn fermist á því ári, er skyldunámi lýkur. Tryggt sé, að ferm- ingarundirbúningur trufli ekki skólastörf barnanna“. í tilefni af þessari samþykkt leitaði Foreldrablaðið álits fræðslumála- stjóra og nokkurra skólastjóra á þessu máli og birti svör þeirra í 6. tbl. síðasta árgangs, sem kom út í nóvember s. 1. Blaðið hefur einnig leitað álits þjónandi presta í Reykjavík og birtir nú svör sex þeirra. Séra Jón Auðuns dómprófastur: Foreldrablaðið hefur beint þeirri spurn- ingu til mín, hvort ég álíti að færa eigi til fermingaraldur unglinga til samræmis við breytinguna, sem gerð hefur verið á skólalögunum. Eg get enn ekki svarað þeirri spurn- ingu játandi. Ekki vegna þess að ég fall- ist ekki á ýms rök fræðslumálastjóra og skólastjóra, heldur vegna hins, að ég er ekki viss um, hve lengi hin nýja skipan skólamálanna stendur. Margar raddir hafa heyrst malsmetandi manna, sem eru óánægðir með breytinguna. Fyrr en vitað verður að sú skipan skólamálanna sé komin á, er lengi muni standa, kemur að mínum dómi ekki til mála, að breyting sé gerð á fermingaraldri unglinganna. Séra Jón Thorarensen: Ég tel að skólalöggjöfinni þurfi að gjör- breyta. Ég tel heppilegast, að skyldunáminu — barnaskólanáminu — ljúki á vori þess árs, sem barnið verður 14 ára, og að fulln- aðarpróf frá barnaskóla og fermingin fylg- ist ávallt að sama vorið, en nám í ungl- ingaskólum hefjist eftir þann tíma. Séra Garðar Svavarsson: Eins og aðstæður eru nú, álít ég, að ekkert sé unnið við að breyta fermingar- tíma barna frá því, sem nú er. Séra Óskar J. Þorláksson: Ég tel ekki ástæðu til þess, að breyta fermingaraldri bama, frá því sem nú er. Tel heppilegt, að fermingin fari fram það ár, sem börnin þurfa ekki að ljúka neinu burtfararprófi frá skólunum. Ef börn eru seinþroska er foreldrum frjálst að láta ferma þau síðar en nú er gert. Hinsvegar tel ég nauðsynlegt, að meiri samvinna sé milli skólanna og kirkjunn- ar, í sambandi við fermingarundirbúning barnanna, ekki sízt það ár, sem börnin eiga að fermast. Séra Þorsteinn Bjömsson: Tel eðlilegast að ferming fari fram við lok skyldunámsins sbr. rök uppeldismála- 1 2 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.