Foreldrablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 14
Tígrisklóin og Sannir Vesturbæingar
Fyrir nokkrum vikum fluttu blöðin
fregnir af óvenjulegri siglingu á ytri höfn-
inni í Reykjavík. Ungur borgari bæjar-
ins var þar á ferð með frumlegan farkost
og svo frumstæðan, að lögreglan þóttist
vinna þarft verk með því að brjóta hann
í spón og hindra þar með frekari ævintýri
hins unga manns og leiðangra um saltan
sjá á knerrinum þeim, sem við venjulegar
aðstæður myndi kallast stigi.
Enn ferskari viðburðir og æsilegri í
dálkum blaðanna, skráðir feitu letri og í
stíl víkingasagna, eru áflog jafnaldra hans,
sem hafa skipað sér í fylkingar og herjað
hvorir á aðra á götum bæjarins.
Flestar eru þessar feitletruðu frásagnir
án allra athugasemda. En alveg vafalaust
hefði Kristur mátt spyrja margan lesand-
ann: Hví hugsar þú svo illt í hjarta þínu?
því að margur þeirra mun hafa áfellzt
drengina og látið sér blöskra spillingu
ungdómsins. Ef að venju fer, verða hinir
færri, sem draga af þessum atburðum þá
ályktun, sem ein er upplýstum mönnum
sæmandi, að þessum unglingum þarf að
sjá fyrir hollari verkefnum. Það er höfuð-
skylda þjóðfélagsins að tryggja æskuna
gegn eyðileggingu iðjuleysisins og þeirrar
afskiptasemi, sem hindrar allt frjálst fram-
tak barna og unglinga og kyrkir þar með
persónuþroska þeirra, eins og rætt er um
í aðalgrein þessa tölublaðs.
Hvar fær eigin vilji reykvísks drengs
notið sín á jákvæðan hátt? Ekki í skól-
anum. I allra bezta lagi tekst kennaran-
um að gera sinn vilja að vilja hans. Ekki
í kvikmyndahúsinu. Ekki á götunni. Ef
til vill að einhverju leyti á knattspyrnu-
vellinum, ef hann hefur ekki dottið í þann
pytt, sem kallast íþróttafélag, þar sem
bæði er þjálfari með vilja og formaður
með metasýki. En knattspyrnuvellir og
önnur leiksvæði eru í litlu samræmi við
þörf reykvískra drengja.
Kannski heima hjá sér? Ef íbúðin er
lítil — og í tilbót eign ríka mannsins —
er ekkert rúm fyrir sjálfstæðan vilja lítils
karls. Sé hún stór, er ekkert líklegra en
hún sé jafnframt of fín fyrir einkafram-
tak, sem fyrir æsku sakir beinist ekki
enn að húsabraski og síldarhappdrætti á
ábyrgð þjóðarinnar, heldur óþurftarverk-
um á borð við það að tálga og skera,
hamra og saga, gera litsterkar klessur o.
s. frv.
Hvar er skemman, þar sem reykvíski
drengurinn finnur spýtur og spæni, hefil
og sög, hamar og nagla, snúrur og snæri
og getur veitt sköpunarhneigð sinni út-
rás sem frjáls maður, laus við afskipti
og umvandanir þeirra miklu’manna, mín
og þín, mömmu og pabba, kennara og
lögreglu? Það er engin skemma. Það er
bara fín og voðalega dýr stofa (svo að
þær verði ekki of margar fyrir pening-
ana?) með kennara, voðalega fínum og
dýrum eftirlitsmanni (svo að hann verði
ekki of lengi að vinna fyrir peningun-
um?), sem segir, þegar verst gegnir: Nú
er tíminn búinn, nú getið þið farið heim!
Hvar eru leiksvæðin, þar sem kátur
hópur getur farið í feluleiki á húmdökk-
1 4 FORELDRABLAÐIÐ