Foreldrablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 15

Foreldrablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 15
um haustkvöldum eða í stjörnudýrð vetr- arins, eins og við gerðum í bernsku okk- ar? Nei, það er ekki einu sinni hægt að slást, löggan kemur og skakkar leikinn, og málið er orðið alvarlegt. Það var reynd- ar orðið alvarlegt áður, því að hér er barizt af engu minna kappi en í kúreka- myndum og á hnefaleikamótum, þótt enn skorti á leikni og hörku kúrekans að hjálpa keppinautunum inn í eilífðina. Hinn ungi Reykvíkingur fær ekki einu sinni að sigla óáreittur á sínu eigin fleyi. Lögreglan kemur og sýnir honum fram á, að stigi sé ekki vel til siglinga fallinn, slíku fari sé heppilegast að lóga. Og Reyk- víkingurinn ungi sér, að hann hefur verið í lífsháska, hann horfir þurrum augum á skip sitt höggvið upp og þakkar lögregl- unni björgunina. Svo er ekkert meira. Og þegar heim er komið? Er fjölskyldu- lífið ekki fátæklegra en áður var, þrátt fyrir öll þægindi nútímans? Hvað á fjöl- skyldan margar samveru- og samvinnu- stundir daglega? Ríkir ró og kyrrð á heimilinu? Á fjölskyldan sameiginlegar hátíðastundir reglulega, sambærilegar við húslesturinn á sunnudögum, sællar minn- ingar? Ég er lítill talsmaður kennisetn- inga og trúgæðis yfirleitt, en mér er ljóst, að þessi stund hafði sína þýðingu fyrir fjölskylcTuna, meðan hún var rækt, og þar með fyrir alla framtíð barnanna. Nútíminn hýður bömum höfuðstaðar- ins margt gott, sem feður og mæður skorti að meira eða minna leyti. íbúðin er yfir- leitt betri og þægindin meiri, matar- skammturinn er ríflegri og heilnæmari, eins og vöxtur unglinganna sýnir, glæsi- legir skólar svala námsþorsta vel flestra, einatt jafnvel um of, alls konar trygging- ar, eftirlit og hjálp hefur stóraukizt o. s. frv. o. s. frv. En um leið hefur reykvíski drengurinn verið sviptur öðru, sem hon- um er nauðsynlegt til þroska, engu síður en matur og drykkur. Samtímis verður það æ stærri hluti íslenzkra drengja, sem Útgefandi: Stéttarfélag barnakenn- ara í Reykjavík. Útgáfuráð: Guðjón Jónsson, Jens E. Níelsson, Skúli Guðmundsson, Valdimar Ossurarson og Þorsteinn Olafsson. Afgreiðslu- maður: Jens E. Níelsson, sími 6157. , Verð: kr. 20,00 árgangurinn, Alþýðuprentsmiðjan h.f. ^________________________________________J uppeldiskjörum hans lýtur, ófrjálsum og ónáttúrlegum, þrátt fyrir allar framfarir og glæsibrag. Systir hans er ekki jafn illa sett, svo er kvenlegum dygðum fyrir að þakka, hún finnur sér miklu auðveldleg- ar verkefni, svo sem að hekla, prjóna og sauma, hjálpa mömmu í eldhúsinu eða taka til, og er hún þó ekki heldur öfunds- verð af aðstöðu sinni. Engin bót skal hér mælt þeim aðförum, sem Tígrisklóin og systurfélög hennar hafa beitt. Að sönnu eigum við sjálfsagt eftir að fá klerka og kennimenn, alþingis- menn og bófa, auðmenn og lánleysingja úr þeim mislita hópi. Reynsla orustunnar mun sjálfsagt verða þeim öllum til nokk- urra nytja, og minningin úr hita bardag- ans á efalaust eftir að ylja þeim um hjarta- ræturnar, þegar allur dugur hefur verið úr þeim urinn. Samt eru þessir atburðir harmsefni. Þeir eru harmsefni vegna þess, hversu himinhrópandi tákn þeir eru um vanrækta æsku. Geti þeir ekki komið þjóðinni til að rumska, þá er hún sannar- lega í hættu stödd. G. J. FORELDRABLAÐIÐ 1 5

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.