Foreldrablaðið - 01.01.1960, Síða 5
Eiríkur Stefánsson:
IjlppeÍcliÁ L
ocý í 0L0L
euna
Almennt mun talið, a. m. k. þar, sem
svonefnd vestræn menning ríkir, að
tvennt valdi mestu um það, hvernig líf
einstaklingsins ræðst. Þetta tvennt er
upplag (þ. e. erfðir eiginleikar) og
uppeldi. Ekki kemur mönnum saman
um það, hvor þessara þátta sé gildari.
Og örðugt mun að sanna nokkuð þar
um. En margt styður málsháttinn forna:
„Náttúran er náminu ríkari.“ Hinu
verður þó ekki móti mælt, að oft ræð-
ur uppeldi úrslitum um framtíð manna.
Og þar sem þjóðfélaginu er naumast
mögulegt að ráða nokkru um eiginleika
verðandi þegna sinna, hversu æskilegt
sem það kynni að vera, verður það að
láta sér nægja að taka við þeim efnivið,
sem fyrir hendi er og reyna að gera úr
honum svo góða gripi sem kostur er á.
íslenzka þjóðin hefur nú búið meir
en 10 aldir í landi sínu, en bamaskóla
eignaðist hún ekki almennt fyrr en á
fyrsta tug þessarar aldar. Fram að þeim
tíma má segja, að uppeldi barna hafi
algerlega farið fram á heimilunum.
Það er viðurkennt, að gömlu sveita-
heimilin okkar hafi verið furðugóðar
uppeldisstofnariir. Því ollu fyrst og
fremst ytri aðstæðúr. Kostir þeirra
voru: Kyrrlátt og reglubundið líf, dag-
legar samvistir barnanna við fullorðið
fólk, en þó alloft einvera, umgengni við
dýr og jarðargróður, og — að síðustu
— nóg að vinna allan ársins hring
(stundum reyndar of mikið), og það
oft ábyrgðarstörf.
Margt fleira mætti telja þessu upp-
eldi til gildis, t. d. það, að bömin voru
ekki ofmötuð, hvorki líkamlega né and-
lega.
Hins vegar hafði þessi uppeldismáti
einnig mikla galla. Má þar telja fá-
breytni, sem oft varð til þess, að hæfi-
leikar duldust, og einnig hitt, að stund-
um var viljandi reynt að kæfa hæfi-
leika barna. Var það oft vegna rang-
snúins aldaranda, en einnig gat fátækt
verið ástæðan. Ekki er heldur ástæða
til að draga fjöður yfir það, að mörgum
börnum var á þeim tímum ofþyngt
með vinnu, og að líkamlegar misþyrm-
ingar þekktust alltof víða.
Breyttir þjóðhættir ollu því, að þétt-
býli myndaðist. Og nú um hálfrar ald-
ar skeið hefur fólksstraumurinn legið
þangað með vaxandi þunga. Sveita-
FORELDRABLAÐIÐ 3