Foreldrablaðið - 01.01.1960, Page 6
heimilin eru nú flest mjög fámenn.
Það, og fleira, veldur því, að uppeldis-
áhrif þeirra eru nú ekki jafnsterk og
fyrr. f bæjunum hefur aðstaðan alltaf
verið önnur. En einnig þar virðist stefna
í þá átt, að heimilin verði æ máttar-
minni til þess að inna uppeldið af
höndum svo að vel sé. Er auðvelt að
færa rök að því, og koma nokkur þeirra
fram hér síðar.
í seinni tíð hefur þeirrar skoðunar
allmjög orðið vart, að skólarnir gætu
tekið að sér uppeldi barnanna að miklu
leyti, eftir að þau fara að ganga í skóla.
Ég tel þetta mjög varasama skoðun,
jafnvel háskalega. Barnaskólarnir ís-
lenzku eru upphaflega hugsaðir sem
fræðslustofnanir. Nokkur breyting hef-
ur að vísu orðið á þessu, og mun nú til
þess ætlazt, að kennarar sinni uppeldis-
starfinu jafnhliða fræðslunni, þótt eng-
in skýr fyrirmæli séu þar um. Áreið-
anlega vilja allir kennarar rækja þenn-
an þátt starfsins vel og koma þannig
til móts við foreldra. En þeim er þar
ekki hægt um vik. Skal ég nú skýra það
nánar.
Börnin eru skólaskyld 7 ára.. Athug-
ið vel: sjö ára. Þá er bernskan liðin
að hálfu og vel það. Á þessum sjö árum
hefur verið lagður grunnur að mótun
bamsins. Kennarinn hefur mörg börn
saman til umönnunar. Þessi börn eru
hvert öðm ólík að eðli og uppeldi. Kenn-
arinn þarf langan tíma til þess að kynn-
ast þeim eins og þau eru í skólanum.
Enn meiri tíma kostar það hann, ef
hann reynir að kynnast forsögu þeirra,
hvers um sig, heimilum þeirra og að-
stæðum öllum, en þess þarf hann, ef
honum er ætlað að sinna uppeldi þeirra
að nokkru ráði.
Við skulum hugsa okkur, að um sé
að ræða mjög glöggan og dugandi kenn-
ara. Gerum enn fremur ráð fyrir því
sjaldgæfa, að honum hafi tekizt að ná
sambandi við heimili allra barnanna,
áður en fyrsta námsári lýkur. Og nú
ætlar hann vissulega að verða að liði
í uppeldisstarfinu. En hvaða möguleika
hefur hann til þess?
Fyrsta námsárið eru börnin 150 mín.
í skólanum daglega. Kennarinn hefur
þannig um einn tíunda hluta sólar-
hringsins til runráða. Og ekki svo sem
hann megi taka þann tíma allan til að
sinna uppeldinu sérstaklega. Hann
þarf að kenna börnunum að lesa, reikna
og skrifa, já, og ýmislegt fleira. Ekki
dugar að vanrækja það. Foreldrar spyrja
fyrst og fremst eftir því, hvernig gangi
með lærdóminn. Þeim er undir niðri
lióst, að skólarnir eru einkum fræðslu-
stofnanir. Einkunnir eru gefnar fyrir
lestur o. fl. Skólastjóri lítur eftir þeim.
Skýrslur eru gerðar, og þær athugaðar
á hinum hærri stöðum. Lærdómur og
einkunnir er það, sem mest er spurt um.
Uppeldisáhrif eru alltaf óákveðin og
óviss. Þau er ekki hægt að sýna á
skýrslum eða með tölum.
En við skulum fylgja kennaranum
okkar svolítið lengra, þessum, sem lagði
svo mikið á sig til þess að kynnast böm-
unum þegar á fyrsta skólaári. Ef hann
kennir sömu bömunum öll árin í barna-
skóla, hefur erfiðið vissulega borgað sig.
En nú getur allt eins farið svo, að ann-
ar taki við þeim næsta ár. Ýmislegt get-
ur valdið þvi, að skipta þurfi run kenn-
ara. Og sjaldgæft er, að kennari hafi
sama barnahópinn öll skólaárin. Það er
ekki heldur ætíð æskilegt.
Nú kann einhver að hugsa: Á að
halda því hér fram, að börnin verði alls
ekki fyrir neinum uppeldisáhrifum í
skólunum? Fjarri fer því.
Vissulega verða öll böm fyrir slík-
4 FORELDRABLAÐIÐ