Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 8

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 8
og krefur þá reikningsskapar. Þá er gott að muna orð hins vitra Salómons: „Mjúklegt andsvar stöðvar bræði.“ Margir halda því fram, að hezt sé að koma í veg fyrir árekstra, þeir leiði varla, eða ekki, til góðs. Já, víst munum við kennarar yfirleitt sammmála um það. Þó vil ég bæði til fróðleiks og gam- ans segja hér eina sögu úr starfi mínu, sem virðist sanna annað. % var með 8 ára börn. Það var í haustskóla í byrjun annars skólaárs. Ég gekk frá börnunum, en kvaðst treysta þeim til þess að halda áfram starfi sínu, og að allt yrði rólegt, er ég kæmi aftur. Ég var fáar mínútur í burtu, en kom að hópnum aftur í fullkominni upp- lausn. Sum börnin höfðu svo hátt, að þau vissu ekkert, er ég kom inn. Hvað átti ég að gera? Ekkert? Eða nöldra eitthvað í meinleysislegum tón? Ég gekk inn á mitt gólf og stóð þar stein- þegjandi, meðan börnin voru að kyrr- ast, en það varð brátt steinhljóð. Þá sagði ég (það er varla hafandi eftir): „Nú skammizt þið öll heim til ykkar.“ Þar með var teningnum kastað. Ég var kyrr í stofunni, þegar þessir blessaðir sakleysingjar voru famir, og mér leið ekki vel. Ég fann, að ég hafði teflt í tvísýnu. Þá var það, að hjúkmnarkon- an kom og sagði: „Það er einhver frú að spyrja eftir þér í símanum, og mér virðist hún standa alveg á blistri!" „Hana nú. Þetta er nú bara byrjunin", hugsaði ég. Til allrar hamingju var sím- inn ekki alveg við. Mér vannst tími til að rifja upp speki Salómons. 1 viðtal- inu við frúna viðurkenndi ég, að víst orkaði tvímælis það, sem ég hefði gert, og að ég vissi ekki, hvort hennar barh hefði átt nokkurn þátt í háreystinni. Hins vegar mæltist ég til þess, að við ræddum þetta ekki nánar í símanum, en bauðst til að koma og tala við hana heima, ef hún vildi. Varð það að ráði. Þá kom mér í hug, að gáfaður og reynd- ur klerkur sagði eitt sinn við mig: „Ef ég er beðinn að tala milli hjóna, læt ég ævinlega líða tvo daga, þar til ég fer.“ Ég fylgdi dæmi hans. Mér var vel tekið, er ég kom á heim- ilið. Talaði ég fyrst við frúna og síðan við mann hennar, er hann kom heim frá vinnunni. Fór vel á með okkur öll- um, því að reiðin var gufuð burt, og tilgangurinn var aðeins sá að reyna að skilja hvort annað. Það er ekki að orðlengja það, að alla tíð síðan höfum við verið mestu mát- ar. Ég kenndi dótturinni öll árin í barnaskólanum. Vorið, sem námi henn- ar lauk, kom lítil systir hennar og var að hefja sína skólagöngu. Þá hringdi faðirinn í skólastjórann og nær því krafðist þess, að ég kenndi henni líka. Af því varð þó ekki. En það er af böm- unum að segja, að lengi eftir þetta gat ég óhræddur gengið úr tíma frá þeim, ef ég þurfti, og kom ætíð að þeim í góðu lagi. Ég gæti sagt margar sögur, bæði úr eigin starfi og annarra, er virðast sýna það ,að refsingar geti stundum leitt til góðs, jafnvel þótt þær séu allharka- legar. Ég ætla aðeins að hætta á að geta þess (í þeirri von, að ég verði ekki kærður), að ég sló eitt sinn 13 ára dreng — gaf honum þéttan löðrung orðalaust. Sá drengur heilsaði mér ætíð kurteislega eftir það. En má kennari slá barn? Mér virðist fólk almennt telja, að það megi hann ekki. 1 erindisbréfi kennara, því sem ég fékk og hef í höndum, stendur þetta: „Refsingum skal aldrei beitt nema að yfirlögðu ráði, þegar mildari aðferðir hafa ekki borið árangur.“ 6 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.