Foreldrablaðið - 01.01.1960, Síða 9
Mín skoðun er sú, að kennarinn hafi
foreldravald yfir börnunum, meðan þau
eru í hans umsjá. Og þó að refsingar
séu nú mjög úr móð — líklega um of
—, hygg ég, að smásnoppungar þekkist
enn sums staðar heima. En hafi kenn-
ari leyfi til að refsa á þennan hátt,
fylgir því þung ábyrgð, og þaS skyldi
hann muna vel.
Kæru foreldrar. Ég hef ef til vill
verið berorður um of og opinskár. Það
er gert með fullri vitund. Ég hef ekki
trú á loðmollu og kjassmælum einum
saman. Sú er og bót í máli, að ég ber
einn ábyrgð þessara orða minna. Ber
ekki að taka þau sem rödd neins sér-
staks barnaskóla. Hins vegar veit ég,
að meginefni þessa máls er í samræmi
við störf og stefnu skólanna. Og ég er
þess fullviss, að ég tala fyrir munn
kennara almennt, þegar ég segi: Talið
við okkur um þau vandamál, sem snerta
dvöl harna ykkar hér í skólanum. Hvort
heldur vandinn er í sambandi við nám-
ið, samlíf barnanna eða afstöðu barns
til kennara þess. Ykkur mun ætíð verða
vel tekið, ef þið komið í góðum hug,
knúin af innri þörf. Og komi nú barn-
ið heim sært og stórlega móðgað og segi
eitthvað, sem nærri lætur hárin rísa á
höfði ykkar, þá takið á stillingunni. Þið
reiðist ef til vill. Slíkt er mannlegt. En
reynið þá að stilla ykkur um að fara í
símann eða hlaupa í skólann, meðan
svo er ástatt. Sjaldan liggur mjög mik-
ið á. Athugið, að barnið hafði reiðzt,
og því er ekki víst, að frásögn þess hafi
verið alveg óvilhöll í garð andstæðings-
ins. „Mitt barn skrökvar ekki“, hef ég
heyrt mæður segja. Böm em misjafn-
lega sannsögul, en fáum eða engum
hörnum má að fullu treysta, þegar
skapið er úr jafnvægi.
Ég hef alltaf litið svo á, að í öllu upp-
eldi, bæði heima og í skóla, eigi góð-
vildin — kærleikurinn -—• að skipa önd-
vegið. En vel skal greint milli kærleika
og þess hugarfars, sem birtist í dekri.
Dekrinu fylgir undanlátssemi, og í
skjóli þess vex eigingirni, sjálfsaumkun,
frekja og fleira af slíku tagi. Kærleik-
urinn er hlýr og mildur, en getur líka
orðið beiskur og sár. Barn, sem elst upp
umvafið sönnum kærleika, þolir vel
aga. Jafnvel hin dýpstu sár gróa fljótt
við yl ástúðarinnar. En sjaldan mun
þurfa að refsa hart, þar sem kærleik-
urinn ríkir.
Sá grunur hefur læðzt að mér — ég
vona, að hann sé rangur —, að nútíma
mæður, einkum þær yngri, sýni börn-
um sínum ekki nógu oft verulega hlý
atlot. Hins vegar er áreiðanlegt, að þær
eru margar eftirgefanlegar um of. Litla
barnið þarf að finna móðurástina oft.
Það þarf að fá að hvíla i faðmi mömmu,
finna hlý atlot og heyra gælu- og ást-
arorð mælt mildum rómi. Slíkar stund-
ir eru barnssálinni það sama og dögg
og sólskin jurtunum. Hitt er því miður
allt of algengt, að talað sé við smábörn
í stríðum tóni og mjög hratt. Það er
alveg nauSsynlegt að tala hægt og ró-
lega við lítil börn, og þœgilegri rödd.
Baddblærinn hefur mikið að segja.
Það væri freistandi að tala meira um
þessi efni, en rúmið leyfir það ekki. Ég
vil þó aðeins drepa á þrennt enn.
Oft er kvartað undan sælgætisfíkn
barna. Ég hef oft séð fullorðið fólk
kaupa karamellu, lakrísbita eða súkku-
laðistykki og stinga upp í smábörn í
búðinni, stundum eftir að þau hafa rell-
azt um það, eða án þess, aðeins sér til
gamans.
Þá má oft sjá börn, sem eru svo lítil,
að þau þurfa að teygja sig til þess að
ná upp á búðarborðið, koma ein með
FORELDRABLAÐIÐ 7