Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 10
aurana sína (sem einhver hefur gefið
þeim) og biðja um „gott“ á sínu ófull-
komna máli. Og gefur ekki fullorðið
fólk bömum peninga og segir þeim að
kaupa sér „gott“ fyrir þá? Og svo er
varla hægt að þverfóta fyrir sjoppum
og öðrum sælgætisverzlunum. Ég spyr:
Er nokkur furða, þótt börn venjist á að
éta sælgæti?
Einnig er kvartað yfir því, að börn
hafi ekki frið heima hjá sér við nám,
vegna þess að félagarnir séu sífellt að
spyrja eftir þeim. Þetta er því miður
rétt. En skyldi nú ekki vera eitthvert
samband milli þess og hins, að smá-
börnum leyfist að ganga út og inn um
annarra íbúðir í krafti þess, að þau eru
leikfélagar heimabams? Þetta verður að
venju, og þar með hafa þau vanizt því
að virða einskis heimilishelgina.
Hið þriðja er málþroskinn. öllum
ber saraan um, að þar hafi orðið aftur-
för. Liggja til þess eðlilegar ástæður,
sem einkum fylgja þéttbýlinu.
Enn er hér í bæ fjöldi fólks, sem fékk
uppeldi sitt í sveit og náði góðum mál-
þroska í nánu samfélagi við fullorðið
fólk, sem talaði við börnin, sagði þeim
sögur, raulaði vísur og þulur og kvað
rimur. Auk þess heyrðu þessi börn forn-
bókmenntimar oft lesnar og lásu þær
sjálf, er þau voru orðin læs.
Dæmi um orðfæð barna nú og skiln-
ingsleysi á íslenzku máli eru mýmörg.
Er ekki ástæða til að nefna þau hér.
En gerir þetta nú svo mikið til? Já,
vissulega. Tungan er lykill að bók-
menntum þjóðarinnar, og þekking á
henrii og kunnátta í meðferð hennar
skilyrði fyrir framtíðarbókmenntunum.
Islenzk alþýða hefur alla tíð verið mjög
vel þroskuð á þessu sviði. Ef daglegt
málfar verður fátæklegt og tungan
spillist, mun fleira af hinu lakara sigla
í kjölfarið. Stephan G. Stephansson
mælir speki, er hann segir:
„Greiðasta skeið, til að skrílmenna þjóð,
er skemmdir á tungunni að vinna.“
Kennarar munu hafa fullan hug á að
standa gegn þvi, að svo verði. En hér
sem annars staðar eiga foreldrar fyrri
leikinn. Ég vil því hvetja ykkur, for-
eldar, já, eggja ykkur lögeggjan að
reyna að efla málþroska bama ykkar.
Til þess em mörg ráð, en það fyrsta og
sjálfsagðasta er, að fullorðna fólkið tali
við börnin og reyni þá auðvitað að
vanda mál sitt.
Ég vil fullyrða, að sjö ára barn, sem
öðlazt hefur allmikinn orðaforða og þar
með nokkurn málþroska, en kemur
ólæst í skólann, er búið betra veganesti
en hitt, sem öfugt er ástatt um. Á mál-
þroskanum hvílir allt íslenzkunám.
Mæður. Til ykkar beini ég síðustu
orðum mínum:
Tungan er við ykkur kennd. Mööur-
mál. Hvað felst í því? Viðurkenning á
göfugu hlutverki, sem ykkur er fengið,
en jafnframt sú skylda, að bregðast
ekki.
Jónas kvað:
Ástkæra, ylhýra málið,
og allri rödd fegra,
blíð sem að barni kvað móðir
á brjósti svanhvítu.
Móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndi að veita.
Málið veitir ekki yndi, nema það hafi
verið numið. Börnin þurfa að drekka
það í sig með móðurmjólkinni — á
brjósti svanhvítu.
Lífið hér á jörð sprettur upp úr móð-
Framh. á bls. 12.
8 FORELDRABLAÐIÐ