Foreldrablaðið - 01.01.1960, Page 13

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Page 13
ana, haldið fyrirlestra og haft námskeið fyrir kennara. Hún leiðbeindi aðallega í starfrænum aðferðum. Ekki fer hjá því, að námskeið sem þessi örvi kennara til að reyna nýjar aðferðir. En þau kennsluform, sem sænsku leiðbeinendurnir hafa kynnt, munu ef til vill reynast íslenzkum kennurum erfið í framkvæmd, meðan svo mikil áherzla er lögð á skrifleg próf, sem gert er nú í barnaskólum okkar. Kennarar þurfa að ýta þeim af hönd- um sér. — Já, margir munu taka undir það. En hvernig er það hér í Reykjavík, -—■ vantar kennara? Nei, ekki er það. — Viltu að lokum geta um eitthvað, sem ekki hefur verið spurt um, en varðar skólamálin? Já, ég vil gjarna geta þess, að hér er stefnt ákveðið að því að auka húsrými skólanna — að fá nóg og gott hús- næði. Eftir þvi, sem nú horfir, ætti þrí- setningin að vera úr sögunni eftir tvö til þrjú ár. Og bráðlega ætti einnig að vera hægt að segja upp leiguhúsnæði fyrir skólana. En ekki er einhlítt að eiga rúmgóð og glæsileg skólahús. Mest veltur á, hvernig til tekst um þau störf, sem þar eru unnin. Einnig þar er ýmislegt að gera, sem vonandi miðar til góðs. Má þar minna á námskeiðin, sem áðan var getið. Þá hafa verið ráðnir nokkrir kennarar, sem eiga að leiðbeina í viss- um efnum, t. d. í kennslu lestregra barna (Ásgeir Guðmundsson) og kennslu vanþroska barna (Magnús Magnússon). Þá hefur Kristján Sig- tryggsson verið ráðinn til að hafa eftir- jh ! ■/ V A l ^ tyfl- Kennsla háfst í Laugarlœkjarskólanum 19. október, og er þessi mynd tekin, er fyrstu itemend- unum er raðaö í bekki. FORELDRABLAÐIÐ 11

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.