Foreldrablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 15
Jón G. Þórarinsson:
Tónlistarkennsla í
Kanadískum skólum.
1 byrjun september s. 1. ár fór ég til
Toronto, Ontario, Kanada. Erindi mitt
til Kanada var að nema tónlistar-
kennslu, hljómsveitarst.iórn, kórstjórn
og organleik við háskólann í Toronto.
Ég hafið kynnzt tónlistarkennslu í
almennum skólum í Bandaríkjunum,
er ég dvaldist þar á Fulbright-styrk um
sex mánaða skeið árið 1957—58.
Ég varð mjög hrifinn af þeirri mennt-
un, sem amerískir tónlistarkennarar
hlutu, og einsetti mér að reyna að kom-
ast aftur vestur um haf og afla mér
þeirrar menntunar með einhverju móti.
Síðastliðið ár hlaut ég Canada Coun-
cil styrk, og fór ég þá til Toronto og
lét innrita mig til náms við háskólann
þar í borg.
Hlaut ég þjálfun í kennslu hinna
ýmsu hljóðfæra, og þar sem ég ráðgerði
að dveljast aðeins eitt ár vestra, lagði
ég áherzlu á blásturshljóðfæri, aðal-
lega trompet, horn, básúnu, flautu og
klarinett.
Ekki veit ég, hvort tækifæri gefst
fyrir mig að kenna hljóðfæraleik í þeim
skóla, sem ég starfa við, en vissulega
mun ég athuga alla möguleika í því
sambandi.
Kvöld nokkurt á jólaföstu síðastliðið
ár var ég, ásamt konu minni og 14 ára
gömlum syni okkar, staddur í aðaltón-
leikahöll Torontoborgar í Kanada. —
C.B.C.-útvarpið kanadiska flutti allar
sinfóníur Beethovens, eina í hverri
viku, og var síðasta sinfónían, eða sú
níunda, flutt í Massey Hall, aðaltón-
leikahúsi borgarinnar, þar sem ekkert
annað tónleikahús rúmaði eins vel hinn
stóra kór og hljómsveit, sem flutti verk-
ið. C.B.C. sendi mér aðgöngumiða á
alla hljómleikana, og hafði ég því ver-
ið viðstaddur flutning á átta sinfóníum
Beethovens og hafði nú auk þess feng-
ið aðgöngumiða á síðustu hljómleikana
fyrir konu mína og son.
Meðan söngfólk og hljóðfæraleikarar
voru að koma sér fyrir á sviðinu, virti
sonur minn fyrir sér umhverfið for-
vitnum augum. Hann hafði aldrei kom-
ið í slíka hljómleikahöll fyrr, og meðan
beðið var eftir stjórnanda verksins,
hvíslaði hann að mér: „Ef ég mætti
óska mér einhvers, mundi ég óska þess
að fá að spila í svona fallegu húsi. En
það verður nú aldrei,“ bætti hann við.
Hálfum öðrum mánuði síðar var
hann kominn upp á leiksvið í sama
húsi ásamt hljómsveit skólans, sem
hann sótti, og lék hljómsveitin á sam-
FORELDRABLAÐIÐ 13