Foreldrablaðið - 01.01.1960, Side 17
Hallelujakórinn eftir Handel, með kór
og hljómsveit, og lokaþátt úr sinfóníu
eftir Brahms.
Dansleikur var yfirleitt haldinn á
eftir vorhljómleikunum, en ég verð að
segja, að hann féll alveg í skuggann
af því, sem áður gerðist. Mikill hluti
unglinganna fór heim til sín að tón-
leikunum loknum. Þau voru sæl og glöð
eftir vel heppnaða tónleika og höfðu
uppskorið ríkuleg laun fyrir strangar
æfingar og mikla vinnu.
Enginn taki orð mín svo, að ég telji
eftir unga fólkinu að fá sér snúning.
En ég verð að segja, eftir að hafa kynnzt
tónlistarlífi í amerískum skólum, að ís-
lenzkir unglingar fara mikils á mis,
þar sem tónlistarlíf er ákaflega lítil-
fiörlegt í unglingaskólum okkar og í
mörgum tilfellum er dansleikurinn
einasta áhugamálið.
Hér er vissulega óplægður akur og
væri vel, ef viðkomandi aðilar gerðu
sér grein fyrir því, hversu blómlegt tón-
listarlíf í hverjum skóla er göfgandi
fyrir skólabraginn.
Kanada er ekki eins rikt land og
Bandaríkin. Þess vegna getur það ekki
lagt eins mikið fé í tónlistarkennslu og
tónlistarlíf skólanna og æskilegt væri
frá þeirra sjónarmiði.
Það er athyglisvert, hvernig þeir
skipa þessum málum í barnaskólum
sínum. Þar sem ekki eru tök á því, að
sérmenntaður söngkennari kenni börn-
unum á hverjum degi, er hinn almenni
kennari hvattur til þess að hlaupa und-
ir bagga með söngkennaranum og
kenna börnunum einnig söng daglega,
ásamt öðrum námsgreinum. Til þess
að þetta megi takast, verður hinn al-
menni kennari að kunna eitthvað fyrir
sér og geta kennt tonika-do-kerfið ásamt
flestu því, sem börnum er kennt í söng
á barnaskólastiginu.
Það er vitanlega athyglisvert, hve
góðum árangri almennir kennarar ná
í þessari grein. Engan þarf að undra
það, við þekkjum það af eigin reynslu,
að sumir kennarar hafa mjög gott lag
á því að láta börnin syngja. Væri at-
hugandi fyrir okkur að fara út á sömu
braut, sérstaklega þar sem sífellt virð-
ist vera skortur á hæfum söngkennur-
um. Starf sérmenntaðs söngkennara
leysir aldrei almennan kennara frá
þeirri skyldu að láta bömin syngja,
hvorugur leysir annan af hólmi. Gott
samstarf er hins vegar mikill ávinn-
ingur fyrir þessa mjög svo nauðsynlegu
kennslugrein.
En hvað skal gera, ef almennur
kennari treystir sér ekki til þess að
stjórna söng? Það væri vissulega ekki
rétt leið að meina ungum kennaraefn-
um aðgang að kennaraskólanum vegna
þess eins, að þeir gætu ekki stjómað
söng. 1 slíkum tilfellum er eðlilega þörf
á því að hjálpa þeim og undirbúa þá,
til þess að þeir verði færir um að
stjórna söng barnanna, sem þeir kenna,
þar sem söngurinn hefur svo miklu
hlutverki að gegna í sambandi við upp-
eldi og þroska barnsins.
Skylt er að geta þess, að mikill f jöldi
almennra kennara sinnir þessu hlut-
verki með miklum sóma. En þar sem
við höfum það fyrirkomulag, að sami
kennarinn fylgir barninu í flestum til-
fellum allt barnaskólastigið, er þeim
mun meiri þörf á því, að allir kennarar
geti látið börnin sín syngja á hverjum
degi, ekki sízt þar, sem almennum
morgunsöng verður ekki við komið.
Söngurinn er undirstaða tónlistar-
náms í almennum skólum. Kanadiskir
FORELDRABLAÐIÐ 15