Foreldrablaðið - 01.01.1960, Page 18
skólar eru góð fyrirmynd að því leyti,
að hjá þeim fær enginn nemandi að
hefja hlióðfæranám, fyrr en hann hef-
ur tileinkað sér almenn undirstöðu-
atriði söngfræðinnar í gegnum söng-
kennsluna. Þess vegna er ekki kennt á
hljóðfæri í kanadiskum barnaskólum,
fyrr en á síðustu árum barnaskólans.
Athyglisvert er, að jafnan eru valdir til
hljóðfæranáms þeir nemendur, sem
skara fram úr í almennum greinum.
Hjá þeim má vænta betri árangurs og
þeir eiga að geta tekið tíma frá öðrum
námsgreinum fremur en þeir nemend-
ur, sem eiga erfitt með almennt nám.
Því hefur oft verið haldið fram, að
fslendingar væru mjög söngvinir, jafn-
vel svo, að til undantekninga megi telj-
ast. Ég leyfi mér að efast um sannleiks-
gildi þeirra fullyrðinga. Ef frá er tal-
inn bílasöngurinn frægi, sem er al-
íslenzkt fyrirbæri og mundi ekki flokk-
ast undir nafnið „söngur“ í neinu öðru
menningarriki, heyrist sjaldan sungið,
nema þá helzt, ef menn eru undir
áhrifum áfengis.
Þjóðin þekkir tæplega sín eigin þjóð-
lög, en flestir kunna María, María.
Sleppum því, ræðum heldur um þau
atriði, sem oftast valda misskilningi í
sambandi við barnasöng.
Oft hef ég heyrt þá skoðun, að það
sé ekki nema fyrir fáa útvalda að iðka
hina göfugu sönglist. Mikill hluti barna
væri laglaus og þeir, sem ekki hafi sér-
gáfu á sviði sönglistar, eigi þar hvergi
nærri að koma. Þetta er háskalegur
misskilningur.
Fyrir nokkrum árum prófaði ég öll
börn í þeim barnaskóla, sem ég starfaði
við. Árangurinn var sá, að mikill f jöldi
barna var að einhverju leyti hljóðvillt-
16 FORELDRABLAÐIÐ
ur, gerði sér ekki grein fyrir tónhæð,
söng lagið jafnvel í annari tóntegund
en spilað var. En þau sungu lagið að
mestu leyti rétt. Með góðri tilsögn áttu
þau að vera fær um að syngja rétt, þeg-
ar þau yfirgæfu skólann.
Laglaus börn, börn sem gátu engan
veginn sungið rétt lag, voru sárafá,
ekki yfir fimm af hundraði. 1 þeim hópi
voru efalaust einhver börn, sem hefði
mátt hjálpa, ef tími og aðstæður leyfðu,
börn, sem áttu erfitt með að samræma
innri heyrn og stillingu raddbanda.
Þau gátu sagt til, hvort lagið væri spil-
að rétt, en áttu erfitt með að gera sér
grein fyrir því, hvaða tóna þau sungu.
Það vill brenna við, að foreldrar og
aðrir, sem starfa með börnunum, stimpli
þau laglaus og valdi með því óbætan-
legu tjóni. Ef trúin á eigin getu er
brostin, er ekki að vænta framfara.
I raun og veru getum við ekki gefið
yfirlýsingu um það, að barn sé lag-
laust, en ef til vill á síðustu árum barna-
skólanáms og þá því aðeins, að barnið
hafi notið tilsagnar góðs söngkennara
allt frá því að það hóf skyldunám og
geti þó engan veginn sungið einfalt
lag, sem ætti að vera börnunum vel
kunnugt.
Jafnvel þá mundi ég ekki gefa neina
slíka yfirlýsingu. Til eru þekktir barna-
söngkennarar, sem halda því fram, að
öllum hljóðvilltum börnum megi hjálpa
með réttum aðferðum. Enginn þurfi að
vera laglaus. Þess vegna viðurkenni ég
aldrei þetta orð „laglaus“.
Sönglistin á of marga óvini vegna
þessa eina orðs. Ég held ávallt opnum
dyrum fyrir þá, sem eiga erfitt með að
syngja rétt. Við vitum, hverjir það eru,
börnin og ég. Frá fyrstu byrjun reyn-
um við í sameiningu að hjálpa þeim,
sem eiga erfitt með að finna lagið, og