Foreldrablaðið - 01.01.1960, Síða 21

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Síða 21
Um lestur og lestrarnám Viðtal við ísak Jónsson skólastjóra. Það fer ekki á milli mála, að mjög mikils er um vert, hvort vel tekst um lestrar- nám harnsins Jjegar í upphafi námsferils jiess, og mörg eru jiau atriði, sein for- eldrar og kennárár þurfa að hafa í huga í þvi samhandi. tsak Jónsson skólá- stjóri og æfingakennari við Kennaraskólann mun, að öðrum ólöstuðum, vera sá maður, sem mesta Jiekkingu hefur á þessum málum, enda hefur hann áratuga reynslu sem æfingakennari í lestri. Forráðamenn „Foreldrahlaðsins“ sneru sér því til ísaks og lögðu fyrir hann nokkrar spurningar um lestrarnám og lestrar- kennslu, og hyggjum við, að hæði foreldrar og kennarar geti dregið nokkurn lærdóm af svörum hans. — Hvað tekur skóli binn við ungum börnum til lestrarnáms? Yngstu deildir skólans eru 6 ára, þ. e. börnin verða 6 ára fyrir nýár fyrsta skólaár sitt hér. f byrjuninni var ætl- unin að taka aðeins 7 ára börn í skól- ann, en síðar hef ég fundið til þess, að eyða er í fræðslukerfið frá leikskóla- stigi, — þ. e. þegar börnin eru um 6 ára — og þangað til barnaskólarnir taka við þeim sjö ára. Skólinn veitir um þetta nokkra þjónustu, auk þess, sem svo ung börn eru ekki farin að lesa og því hæg- ara um vik að byggja lestrarkennsluna á traustum grundvelli frá byrjun. —- Er ekki lestur áSalnámsefnið í skóla þínum? Því má bæði svara játandi og neit- ajidi. Börnin eru hér þrjár 40 mínútna kennslustundir á dag. Ekki væri hægt að lesa allan þann tíma. Höfuðmark- miðið eru alhliða þroskandi námsstörf og kennsla, ræktun persónuleikans, mannrækt. Reynt er að leggja traustan grundvöll að undirstöðuatriðum bama- skólanámsins, en þar er lesturinn eitt meginatriðið. Börnin em ung og farið hægt. Lestur er t. d. fyrst farið að kenna byrjendum fyrir alvöm upp úr nýári fyrsta vetur þeirra hér. En áður hefur margs konar undirbúningur far- ið fram, t. d. framburðaræfingar og hljóðkennsla. — Er hljöSáSferÖin ekki notuÖ ein- göngu í skóla þínum? Allar lestraraðferðir eru að því leyti hljóðaðferðir, að þær enda á grundvelli mælts máls, hvort sem um er að ræða raddlestur eða hlióðlestur. Annað mál er svo það, að aðferð sú, sem beitt er hér við skólann grundvallast á hljóð- um málsins og mætti kallast hljóðgrund- vallaraðferð, en hún sækir strax til orða og setninga eftir því, sem geta barn- anna leyfir. Aðferðin er blönduð, ekki hrein hljóðaðferð. Það bezta er tekið úr öllum lestraraðferðum. Já, stundum grípum við til þess að láta einstök börn stafa, en þá með sérstökum hætti. — Læra nemendur Kennaraskólans áÖ beita öðrum áÖferÖum? Nemendur Kennaraskólans hafa ætíð FORELDRABLAÐIÐ 19

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.