Foreldrablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 23

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 23
fyrirbyggja. Ég á hér við það, þegar böm em látin festa sig um of við hljóð- tenginguna. Hún á aðeins að vera lykill að því að komast fram úr orðum, sem maður ekki þekkir, og er tímabilsfyrir- bæri. — Nú mun þaS vera svo hér í Reykja- vík, aS kennarar nota ekki allir hljóS- aðferðina við lestrarkennslu, þótt þeir hafi eingöngu verið þjálfaðir i að beita henni, er þeir voru við nám. Hvernig telur þú að standi á þessu? Ég held, að ýmsar orsakir geti legið til þessa: a) Æfingatími er ónógur í Kennara- skólanum, nema brennandi áhugi sé fyrir hendi. b) Aðferðin er erfið. Hún krefst mik- illar þekkingar og elju, bæði hvað við- kemur námsefninu og þó einkum nem- andanum. c) Nokkurs andróðurs hefir gætt hér gagnvart aðferðinni. Hún er tiltölulega ný hér, þó að hún sé orðin t. d. rúm- lega aldargömul í Svíþjóð og enn eldri í upprunalandi sínu, Þýzkalandi. d) Lestrarkennsla hefur ekki verið samræmd í barnaskólunum, svo að það- an er ekki aðhalds að vænta. e) Börnin koma mismunandi á veg komin í lestri í byrjunarbekki — 7 ára deildir — bamaskólanna. f) Kannski einnig hræðsla við það, að málhljóðagrundvöllur fyrir lestrar- kennslu fipi barnið, þegar til stafsetn- ingarinnar kemur. — Já, það er gott, að þú minntist á stafsetninguna, Isak. Heldur þú ekki að þessi hrœðsla við stafsetningarörðug- leika þeirra, sem læra að lesa með hljöð- aðferðinni, sé ástœðulaus? Hér á landi hefur engin ýtarleg rann- sókn farið fram í þessu efni, og þess vegna vil ég sem minnst fullyrða í hvoruga áttina, hins vegar mæla engin rök með því, að þau börn eigi verra með að læra stafsetningu, sem læra að lesa með hljóðaðferð, ef rétt er á haldið, nema síður sé. -—- Telur þú rétt, að foreldrar hjálpi barninu heima við lestrarnámið eftir að þáð er byrjað í skóla? Ég álít, að barnið þurfi að fá mikla möguleika til leikniæfinga í lestri, á svipaðan hátt og þeir, sem æfa sig t. d. í hljóðfæraleik. Þess vegna þarf barnið að æfa sig heima í lestri. En þær æf- ingar eiga ekki að hefjast fyrr en það er komið á fastan grundvöll, þ. e. sé á góðri sjálfsbjargarleið, byggðri á tækni- legum venjum, sem skólinn hefur grundvallað og æft. Gott er að sjálf- sögðu, að foreldrarnir veiti börnunum hjálp, en sú hjálp verður að vera í sam- ræmi við aðferðir skólans. Annars er betra að veita hana ekki, því að margar aðferðir í lestri samtímis, geta haft ör- lagaríkar afleiðingar til tjóns fyrir barnið. — Þarna bentir þú á atriði, sem við vildum láta koma mjög skýrt fram, ef vera kynni, að það yrði einhverjum til varnaðar. Það mun nefnilega vera nokk- uð algengt, að kennarar leggi inn hljóð- in, þ. e. kenni með hljóðaðferð, en þegar svo að því kemur, að börnin mega fara með bók heim til að lesa, þá sitja foreldrarnir yfir þeim og láta þau stafa heimalesturinn. — Þannig hrynur sá grundvöllur oft, sem kennarinn er bú- inn að byggja upp, eða er ekki svo? Jú, vissulega, en hins vegar ætti að vera ákaflega auðvelt að kippa þessu í lag með samvinnu foreldra og kennara. Ég sendi t. d. leiðbeiningar heim til foreldranna með hverju barni, þegar það fær bók heim í fyrsta sinn. — Telur þú, að foreldrar almennt FORELDRABLAÐIÐ 21

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.