Foreldrablaðið - 01.01.1960, Side 24

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Side 24
eigi að leitast við aS koma börnum sín- um til lestrarnáms, áSur en þau verða skólaskyld? Ég álít, að foreldrar eigi að treysta skólunum og sérlærðum mönnum til að kenna börnum sínum að lesa. En sýni barn áhuga og getu, þó að ungt sé, þá er gott að sinna því, en lofa því þá að bjarga sér sem mest sjálfu. Eigi barnið hins vegar að læra gömlu að- ferðina, stöfun, geta foreldrar auðvitað gert þetta heima. En það er ástæðulaust að flýta lestrarnámi of mikið. Margt annað getur barnið lært í heimahúsum sér til gagns, sem kemur í góðar þarfir, þegar skyldunámið hefst. — HvaS segir þú um málþroska barna (6—7 ára) hér í Reykiavík nú? Hefur orSið breyting þar á s. I. 20—30 ár? Málþroska 6—7 ára barna hér í Reykjavík er mjög ábótavant. Þau ráða yfir mjög takmörkuðum orðaforða, hafa bjagaðan framburð og brenglaðar beyg- ingar, skilja enda oft ekki orð, sem þau nota. Vandsvarað er, hvaða breytingar hafa orðið á þessu s. 1. 20—30 ár. •— Minna má samt á, að borgarmenning okkar er enn laus í reipunum og í sköp- un. Meðan svo er, mun aukið þéttbýli © Fjögurra ára snáði er úti á hlaði að leika sér að lítilli dós. Mamma er nær- stödd, en- drengurinn hefur gleymt henni og talar við sjálfan sig: „Nú ætla ég að henda henni alveg upp í himininn. Bara að Guð vilji þá taka við henni.“ Síðan kastar hann, og dósin fellur niður við fætur hans. „Nei, hann vill hana ekki. Bannsett- ur Guð. Hann skal nú samt fá hana.“ Og hann býr sig til að kasta enn hærra. og einhliða verkskipting vinna á móti eðlilegri og æskilegri þróun, hvað þetta snertir. Börnin slitna úr nauðsynlegum tengslum við fullorðna fólkið, óviti lærir málið af óvita. —- Er nokkuð sérstakt, sem þú vilcLir að lokum benda foreldrum á að gera fyrir börn sín, áður en þau eru send í skóla? Ég hef nú starfað fyrir og með börn- um höfuðborgarinnar i rúman hálfan fjórða áratug. Það hefur verið ánægju- leg þjónusta, og stofninn er ótvirætt góður. En hvað sem önn dagsins líður, er okkur foreldrum eitt bráðnauðsynlegt, en það er að ætla augasteinunum okkar, bömunum, jafnan einhverja stund á degi hverjum til að ræða við þau, segja þeim sögu, kenna þeim vers eða vísu, leika við þau, veita þeim leikrými og gefa þeim starfsmöguleika. Þetta er miklu meira virði til undir- búnings skólanámi en stagl við stöfun eða því um líkt, og það er miklu meira virði en fjöldi þeirra gæða, sem margir foreldrar kappkosta að veita börnum sinum, stundum í óhófi. © # Pétur var fjögurra ára. Hann var mjög spurull, eins, og títt er um börn á þeim aldri. Eitt sinn var hann úti með pabba sínum að kvöldi til. Hann sá tunglið, sem þá var alveg fullt. „Hvað era tunglin mörg?“ spurði hann. „Það er nú ekki nema eitt, væni minn,“ svaraði faðir hans. „Jæja,“ sagði Pétur. „Ég sá þó fyrir nokkru tungl, sem var skorið í sundur.“ 22 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.