Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 26
leysa þessar þrautir af hendi, þarf viss-
an þroska, og skólaþroskaprófin miða
að því að gefa upplýsingar um, á hvaða
þroskastigi hvert einstakt barn er.
Til að fyrirbyggja misskilning, tel ég
rétt að taka fram, að skólaþroskapróf
eru ekki greindarpróf í neinum skiln-
ingi.
Þroskaleysi getur verið tímabilsbund-
ið ástand barnsins og í fjölmörgum til-
fellum nær það eðlilegum þroska á
skömmum tíma. Þessi börn þurfa að
glíma við alhliða þroskandi vinnubrögð
fyrstu mánuði skólagöngunnar, án þess
að lögð sé höfuðáherzla á kennslu í
lestri og reikningi. Foreldrar ættu því
ætíð að hafa samband við viðkomandi
kennara fljótlega eftir að skólagangan
hefst og ræða við hann um nám barns-
ins.
Nýjungar í atvinnuháttum þjóðar-
innar hafa verið stórkostlegar seinustu
árin og segja má, að þjóðin öll standi
á bak við þær tæknilegu framkvæmdir,
sem átt hafa sér stað.
Nýjungar í skólamálum hafa e.t. v.
ekki verið eins hraðar og æskilegt væri
og ekki eins miklar og hinar tæknilegu
framkvæmdir í atvinnulífinu.
Sú nýjung í skólastarfinu, sem rætt
er um hér að framan, hefur lengi ver-
ið á dagskrá meðal skólamanna hér á
landi. En þvi aðeins er starf þetta haf-
ið hér, að skólaþroskapróf þykja nú í
fjölmörgum löndum orðinn fastur og
sjálfsagður liður í skólastarfinu.
Ég vil endurtaka það, að skólaþroska-
próf eru ekki greindarpróf. Þau miða
að því að gefa upplýsingar um vissa
þætti í þroska barnsins. Þessar upplýs-
ingar geta verið barninu ómetanleg
hjálp við byrjun skólagöngunnar.
Er ekki að efa, að foreldrar, sem
meir en allir aðrir hafa áhuga fyrir
góðu gengi barnanna í skólanum, taki
þessari nýjung vel.
* ^ *
%
/ átthagafrœfiinni fáum vifi afi búa til
ýmsa hluti og teikna þafi, sem vifi höfum
verifi afi tala um áfiur í tímanum, og nú
ætla ég að teikna mynd af bœnum mín-
um í sveitinni, en ég veit ekki alveg,
hvernig ég á afi byrja . . .
24 FORELDRABLAÐIÐ