Foreldrablaðið - 01.01.1960, Page 27

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Page 27
Jón Þórðarson Ýmsir foreldrar og aðrir forráðamenn unglinga hafa oft og einatt óskað þess við mig að fá skýringar og nánari skil- greiningar á því, sem kallað er starf- rænt nám eða kennsla með vinnubók- um og öðru slíku. Og þegar svo ritstjóri Foreldrablaðsins bauð mér rúm í blað- inu fyrir stutta grein, fannst mér tæki- færið berast mér upp í hendur að verða við þessari ósk. --------Sjálfsnám með frjálsri vinnu, eða starfræn kennsla, er svo yfirgrips- mikil, að engin tök er á því að lýsa henni ýtarlega í örstuttu máli. Vil ég því strax víkja á þá götu að skýra í höfuðdráttum, hvernig fyrstu sporin eru stigin, og hvað telia megi henni helzt til ágætis. Þegar það hefur ráðist milli kenn- ara og nemanda að taka upp frjálst nám, er það mikil nauðsyn að gera þeim það fullkomlega ljóst, þegar í upphafi, að sérstaka námsaðferð sé hér um að ræða en alls ekki ætlunin að losa þau við lestur og hvers konar námsskyldur. Markmiðið er vitanlega það, að þau með sjálfsnámi, undir forystu kennar- ans, afli sér glöggrar og staðgóðrar þekk- ingar á því viðfangsefni, sem fyrir val- inu verður á hverjum tíma. Leiðin til þess er sú, að leita sem víð- ast til fanga. Hinn sýnilegi árangur, vinnubókin, ber þess glöggt vitni, hvernig unnið hefur verið. Því má aldrei undir höfuð leggjast að brýna fyrir nemendum elju í þekkingarleit sinni og ýtrustu vandvirkni með allan frágang. Góð vinnubók ber höfundi sínum fagurt vitni. Eins og öllum má Ijóst vera, er nauðsynlegt að hafa fjölbreyttan bókakost við höndina í þessu starfi. Er sá kostur oftast nær sá einasti, að kennari og nemendur sameinist nm bókaaðdrætti og séu þær bækur, sem fengnar eru að láni, geymdar í kennslu- stofunni til sameiginlegra afnota. Hér mætti í leiðinni ennfremur minna á, að þarflegt væri, að börn fengju leiðsögn í því að hagnýta sér þá möguleika, sem almenn bókasöfn veita, þannig að þau kunni skil á, hvernig bækur eru flokk- aðar eftir efni, og geti auðveldlega átt- að sig á spjaldskrám bókasafna. FORELDRABLAÐIÐ 25

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.