Foreldrablaðið - 01.01.1960, Page 30

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Page 30
þrándur í götu, sem okkur er allt of vel kunnugur, er þrengslin í barnaskólun- um, þar sem margsetja þarf í hverja stofu, en í framhaldsskólunum þrengsl- in, rígskorðað og afmarkað námsefni og — grýla landsprófsins glottandi í hverju skoti. öll viljum við farsæld og hamingju börnum okkar til handa. En eins meg- um við þá gæta að láta ekki kröfur okkar og metnað vera sem ógnandi þrumuský á hinum annars bjarta bernskuhimni þeirra, þrumuský, sem alla sólarsýn byrgja. Leiðum til öndvegis meira frelsi í námi og umfram allt leitum og leit- um vel eftir hugðarefnum og sérgáf- um hvers einasta barns. Hlúum að þeim, sem hinum dýrmætustu fræj- um. Þá mun vel fara. Nei, ekki trufla niig. ég er að teikna mynd af henni kisu. Af vcttvangi kcnnara Framhald af bls. 32: liðnum hafa áréttað þessar hógværu kröfur. Ekkert jákvætt svar hefur enn fengizt. Þessar spurningar gerast því æ áleitnari í hugum margra kennara: Hversu lengi eigum við að búa við slíkt óréttlæti í launakjörum, sem raun 28 FORELDRABLAÐIÐ cr á? Hve langan tíma mun það taka valdhafana að skilja, hvílík öfugþróun þetta er og hve uggvænlegar afleiðing- ar sú öfugþróun getur haft? Síðast og ekki sízt: Hve mikið er langlundargeð kennara og hvað langt verður þangað til þeir grípa til róttækari aðgerða en það að óska eftir, að þeim verði veittar sjálfsagðar kjarabætur.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.