Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 31

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 31
Magnús Magnússon: Einkunnir eru ekki einhlítar Ekkert hefur þótt sjálfsagðara í ís- lenzku skólalífi en einkunnir. Þær eru vitnisburðir skólanna um það, hvað og hvernig nemendurnir tileinka sér það, sem kennt hefur verið á hverjum tíma. Foreldrar og vandamenn hafa beðið eftir þessum vitnisburði með nokkurri óþreyju, sumir með vonir, aðrir með ótta. Þetta er dómur um börn þeirra, sem erfitt er að áfrýja. Nokkrir að- standendur bíða ekki neins. Þeir hafa ekki sinnu á að fylgjast með námi barna sinna. Einkunnir barnanna hafa í mörgum tilfellum verið eini tengilið- urinn milli heimila og skóla. Þessi dul- arfullu blöð, með háum og lágum töl- um eftir ástæðum, eru oft þau einu skilahoð eða sambönd, sem milli þess- ara tveggja samstarfsaðila eru frá því börnin koma í skóla í fyrsta sinn og þar til þau yfirgefa þá að fullu. Sá, sem hugleiðir þessi mál, hlýtur að spyrja sig þeirrar spurningar, hvort einkunnirnar séu færar um að flytja öll þau skilaboð, sem milli áðumefndra aðila þurfa að fara, og hvort þær séu heppilegar til þess. Skólinn tjáir hug sinn með tölunum frá 0 til 10, og foreldrar eða vandamann kinka kolli eða hrista höfuðin eftir ástæðum, og síðan er málið oftast af- greitt frá þeirra hendi. Þeir telja sig hafa dulmálslykil fræðslunnar í hendi sér og geti því ráðið tölurnar rétt, sem ó einkunnablöðunum standa. Ég vil þó leyfa mér að efast um, að allir foreldr- ar ráði þær rétt, og kem ég að því síðar. Kennarar bera ekki síður kviða í brjósti vegna einkunnanna en aðstand- endur. Þeir miða starf sitt oft að miklu leyti við einkunnir. Breytingar frá gömlum og vanabundnum kennsluað- ferðum koma varla til greina, slíkt gæti haft það í för með sér, að þær féllu ekki inn í hið tiltölulega fastmótaða kerfi, sem skapazt hefur kringum ein- kunnagjafir í þeirri mynd, sem þær eru nú. Kennarar verða oft að velja á milli lífrænnar og menntandi kennslu, sem fellur að daglegu lífi nútímans og hinnar, sem miðast við prófkerfið, sem áður er minnzt á. Ótti kennaranna við það, að fáein minnisatriði, sem orðin eru eins konar vegabréf til áframhald- andi skólagöngu eða lífsstarfs, fari fram hjá nemendunum, verður til þess að þeir velja þann kostinn að fylgja þeirri stefnu, sem ríkjandi er. Þeir vita þó oft í hjarta sínu, að annað er miklu vænlegra til þroska og menntunar. Ekki hefur verið minnzt á þann að- ila þessa máls, sem stærstan á þar hlut- inn, en það eru börnin sjálf, sem ein- kunnirnar fá. Börnin líta á einkunnirnar, sem þau fá tvisvar á skólaárinu, sem verkalaun. Þau bíða þessara launa með eftirvænt- ingu og barnslegri tilhlökkun. Þau hera það trúnaðartraust til kennara sinna, að þeir, sem sýnt hafa þeim velvild i FORELDRABLAÐIÐ 29

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.