Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 32

Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 32
skólastarfinu, gefi þeim þá viðurkenn- ingu, sem gaman verði að koma með heim til foreldra eða aðstandenda. Börn elska réttlætið, en hata ranglætið, og hver sá, sem sýnt hefur barni ranglæti, verður aldrei samur maður í augum þess. Nú munu margir spyrja svo: Er hið fastmótaða prófa -og einkunnakerfi ekki það réttlátasta launakerfi börnum til handa, sem hægt er að hafa? Þar er reynt að veita hverjum og einum þá viðurkenningu, sem honum ber sam- kvæmt kunnáttu. Víst er þetta þannig, en málið hefur einnig aðra hlið. Nátt- úran skiptir námsgetunni mjög ójafnt til barna sinna. Þetta verður ekki um- flúið, þótt ýmsir foreldrar reyni að flokka getuleysi barna sinna undir leti eða slæma kennslu. Af þessum ástæðum kemur það ekki sjaldan fyrir, að þeim nemendum, sem beitt hafa öllum kröft- um af trúmennsku og samvizkusemi til náms yfir veturinn, sækist námið treg- lega. Aðrir nemendur eru þannig, að þeir þurfa lítið fyrir því að hafa að til- einka sér það, sem kennt er. Vegna þess, að árangur starfsins kemur til mats við einkunnagjöf, en ekki starfið sjálft, finnst börnunum þau vera beitt rang- læti, sem þau fá aldrei skilið. Þeir nem- endur, sem þannig er ástatt um, eiga til að fyrirverða sig fyrir verkalaunin í stað þess að gleðjast yfir þeim. Þessum börnum verða einkunnirnar vonbrigði og ásteytingarsteinn í hvert sinn, sem þau fá þær. Eru þá próf og einkunnagjafir til einskis eða ills eins? Það er ekki mín skoðun, en við verð- um að finna annað og betra form fyrir hvoru tveggja, form, sem hvorki þreng- ir stakk kennslunnar, né veldur von- brigðum í stað verkalauna. Ég gat um það í upphafi þessa máls, 30 FORELDRABLAÐIÐ að vafasamt væri, að aðstandendur skildu þær tölur, sem á einkunnunum standa, og væru þess vegna litlu nær um námsárangur harna sinna, þótt einkunnirnar væru í þeirra höndum. Ef dæmi er tekið af lestrareinkunn- um, má gera ráð fyrir, að bam, sem náð hefur einkunninni 3 upp úr 7 ára deild, liggi á því bili í einkunnastiganum, sem teljast verður til meðalárangurs fyrir þennan aldursflokk. Sé um börn að ræða, sem taka lestrarpróf upp úr 8 ára deild, verður einkunnin að vera hærri, til þess að þau nái meðallagseinkunn. Af þessu eina dæmi finnst mér auð- sætt, að einkunnir, sem byggðar eru á köldum tölum, séu lítt skilianlegar fyr- ir foreldra (að undanteknum tölunum 0 og 10), og ekki standa börnin sjálf betur að vígi. Hugsanlegt væri að nota orð í stað talna, t. d. stautandi — læst — hraðlæs, svo eitthvað sé nefnt. Þá mætti einnig láta hverja tölu tákna ákveðin orð, t. d. 3 = gott, 4 = ágætt, 5 = framúrskar- andi. Getum við verið án prófa? Hætti ekki allur þorri barna að leggja að sér við nám, ef einkunnum yrði breytt? Kennarinn þarf að prófa börnin og það oftar en á miðjum vetri og vorin, til þess eins að komast að raun um, hvar þeim er áfátt í náminu, og geta síðan bætt úr því, sem áfátt er. Sú vit- neskja, sem kennarinn fær við prófin, er fyrst og fremst einkamál skólans, en ekki stimpill á nemendurna. Hann á gjarnan að leita samstarfs við for- eldra út frá þeirri þekkingu, sem hann hefur öðlazt með prófum, og einnig þeirri þekkingu, sem fæst við daglega umgengni og samstarf. Sú viðurkenn- ing, sem veitt er að starfsári loknu,

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.