Foreldrablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 33
þarf ekki síður að byggjast á viðleitni
nemandans en árangri.
Þá er spurningunni um það ósvarað,
hvort nemendurnir hætti ekki að leggja
að sér við nám, ef núverandi fyrir-
komulagi yrði eitthvað breytt.
Ég tel, að tiltölulega stuttur tími af
skólastarfinu sé tengdur vitundinni um
próf hjá öllum þorra barna. Þau sækja
ef til vill í sig veðrið síðustu dagana
þar á undan, þegar bezt lætur, og ná
þá dálitlu magni af skammvinnum
minnisforða. Allan annan tíma í skól-
anum er starfið bundið við skyldurækni
og þægð, eða áhuga nemandans á við-
fangsefninu. Sé þetta ekki til staðar,
megnar vonin um góða einkunn eða
óttinn við slæma ekki að drífa hann
til dáða.
Ef einkunnir dygðu til þess að örva
námsárangur, væri ekki til áhugaleysi
um skólastarf hér á landi, því að próf-
um og einkunnagjöfum hefur löngum
verið sinnt öðru fremur í skólum hér-
lendis.
Jón Árnason
vellvat'iCji lícmnara.
Forráðamönnttm „Forelclrablaðsins“ fannst peir ekki geta látið þetta blað korna
fyrir sjónir foreldra, án þess að þeirn væri skýrt frá því ástandi, sem skapazt
hefur innan kennarastéttarinnar vegna bágra kjara hennár. Ástandið er ]>aö
alvarlegt, að ungir kennarar hugsa nti um það í alvöru að segja lausuin stöðum
sínum og leita annarrar arðbærari atvinnu. „Foreldrablaðið“ sneri sér því til
Jóns Árnasonar, sem hefttr verið í lattnamálanefnd samtakanna og er i stjórn
Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík, og bað hann að skýra i fáum orðuni
fi'á þessttm málum.
Undanfarin ár hefur það í vaxandi
mæli verið erfiðleikum bundiS, að fá
hæfa starfskrafta að skólum landsins.
Með hverju ári hefur aukizt f jöldi þeirra
manna, sem ráðnir hafa verið í kenn-
arastöður, án þess að þeir hafi lokið
þeirri sérmenntun, sem skilyrðislaust á
að krefjast af þeim, sem kenna börnum.
Það, að Kennaraskóli íslands útskrifar
ekki árlega nægilega marga nemendur
til að fylla upp í skörðin og að sér-
menntaðir kennarar hverfa í sífellt rík-
ara mæli til annarra starfa, stafar fyrst
og fremst af því, að kennarar hér eiga
við svo léleg launakjör að búa, að hlið-
stæða þess finnst hvergi meðal annarra
menningarþ jóða.
Séu launakjör íslenzkra kennara bor-
in saman við kjör kennara í öðrum
löndum, kemur berlega í ljós, hve hlut-
ur okkar er bágborinn. Ég ætla til
glöggvunar að bera saman laun barna-
kennara hér og í Gentofte í Danmörku,
og er þó langt frá, að munurinn sé
þar mestur. Byrjunarlaun kennara í
Gentofte eru kr. 70.876,20 á ári, á fs-
FORELDRABLAÐIÐ 31