Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 4

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 4
2 FORELDRABLAÐIÐ OPNAR HÉR LÍTIÐ BRÉFA- HORN. BLAÐIÐ VILL GJARNAN SVARA NOKKR- UM ALMENNUM SPURNINGUM FRÁ FOR- ELDRUM, EF ÞESS ER KOSTUR. Spurning barst um foreldrafundi: Hvers vegna eru foreldrafundir einu sinni á vetri? Skólastjóri Melaskólans, Ingi Kristinsson, var beð- inn að svara þessari spurningu, en auk Melaskól- ans eru t. d. Austurbæjarskólinn, Vesturbæjar- skólinn, Breiðholtsskólinn og Langholtsskólinn með einn foreldrafund á vetri. Það eru um það bil tíu ár síðan barnaskólarnir í Reykjavík tóku almennt upp þann sið að boða til foreldraviðtala, svonefndra foreldradaga. Megintilgangur með þessum foreldradögum er sá að gefa foreldrum eða öðrum aðstandendum nemenda kost á að koma í skólann og ræða við kennara barna sinna, svo að þessir aðilar eigi auð- veldara að hafa samband sín i milli, ef vandamál koma upp seinna meir. í Melaskóla hefur sá háttur verið á hafður að boða til foreldraviðtala einu sinni á hverju skóla- ári, venjulegast fyrri hluta nóvembermánaðar. Ekki hefur þótt rétt að hafa þessa fundi fyrr á skóla- árinu, vegna þess að þeir kennarar, sem taka við ókunnum nemendum að hausti, þurfa nokkurn tíma til þess að kynnast þeim áður en foreldradagur- inn kemur. Viðtölin hafa oftast verið þannig, að foreldrar og kennarar hafa talað saman einslega, en á síðari árum hefur það færzt nokkuð í þá átt, einkum hjá þeim, sem kenna yngri nemendum skólans, að kalla alla foreldra barnanna í deildinni samtímis og skýra fyrir þeim sameiginlega tilhögun kennslunnar- Síðan er þeim, sem þess óska, gefinn kostur a einkaviðtölum. Ingi Kristinsson.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.