Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 8

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 8
6 EITURLYFJANAUTN Þegar einstaklingur er hnepptur í viðjar sjúk- legrar skemmtanaástríðu, fyliist hann oftast andúð og leiða gagnvart hversdagslegum skyldum í námi og starfi. ( stað þess leitar hann sífellt endur- tekinna skemmtana, nýrrar spennu, nýrra nautna. Heilbrigður viðnámsþróttur hans lamazt smám saman gagnvart öllu, sem togar í þessa átt. Þess vegna er auðvelt að leiða hann út í eiturlyfja- neyzlu. Hún býður upp á nýbreytni, virðist mein- laus í fyrstu og veldur annarlegu ástandi, sem losar hann úr vitundartengslum við raunveruleik- ann. Ef áfengi er undanskilið, er eiturlyfjanautn varla mjög algeng hér á landi. Um útbreiðslu hennar veit enginn, enda er eiturlyfjaneyzla leyni- athöfn. Einstök tilvik, sem upp hafa komizt, vitna þó ótvírætt um vaxandi ásókn í eiturlyf og sam- svarandi viðleitni til að smygla þeim inn í landið. Fyrirmynd þessarar venju er innflutt eins og lyfið. Erlendis frá berast fregnir um vaxandi út- breiðslu eiturlyfjaneyzlu. Hún tekur á sig form eins konar tízkufaraldurs, og hópur æskufólks, sem Iætur ginnast til þátttöku, er geigvænlega stór. Margur byrjar í þeirri trú, að þetta sé að- eins stundar tilbreytni, alltaf sé hægt að hætta, en er brátt á valdi sjúklegrar ástríðu, sem hann losnar ekki undan, þegar honum skilst, að hann stefnir í ófæru. Vaxandi eiturlyfjaneyzla og hin ákafa viðleitni að hagnýta hana í gróðaskyni vekur hugsandi mönnum geig, enda er hún eitt gleggsta einkenni um úrkynjun þjóðar. í litlu greinarkorni. Samt vil ég drepa á tvö atriði enn, sem ég tel valda miklu um þetta. Til þess verður þó að líta út fyrir okkar eigið land og sjá vandamálið í stærra samhengi. Vegna hins hraða fréttaflutnings erum við líka svo að kalla í næstu nánd við hvern þann atburð, sem máli skiptir. Þessi alnálægð atburða, sem gerast með fjar- skyldum þjóðum, hefur sterk áhrif á líf nútíma- mannsins, ekki sízt á æsku smáþjóðar, sem stend- ur mitt í róttækri samfélagsbyltingu. Fyrra atriðið, sem ég nefni, er efnisleg lífs- nautnarhyggja. Þótt velmegun séð góð og æski- leg, fylgja henni nokkrar hættur, einkum ef hún hefur leyst gamalgróna fátækt af hólmi. Um leið og lífsbaráttan verður auðveldari, þurfa menn að kcma auga á menningarleg verðmæti, sem þeim þykja eftirsóknarverð og veita lífi þeirra tilgang og festu. Slík stefnubreyting gerist ekki í einni svipan; kynslóðir þarf til að móta hana. Vöntun hennar hér á landi kemur átakanlega fram í kapp- hlaupi fólks um glys og munað, sem margir ástunda langt um efni fram. En ef kynslóð fullorðinna ein- blínir á ytra skraut og óhófsmunað, hvað skal þá um börn og unglinga? Ótímabær fjárráð gera þau heimtufrek við aðra en undanlátssöm við sjálf sig og því trygga viðskiptavini á hinu mikla sölutorgi skemmtana- og nautnalyfjaiðnaðarins. Um þessi áhrif þykist ég sjá ýmis auðkenni gleggri á ís- lenzkum unglingum en á jafnöldrum þeirra með öðrum þjóðum álfunnar. Ánægjulegar undantekn- ingar eru þó vitaskuld margar. TILVERA HINS SIÐMENNTAÐA HLUTA MANNKYNS HANGIR Á BLÁÞRÆDI A HVAÐ VELDUR? Hvað veldur því, að æska velmegandi menn- ingarþjóða verður svona rótslitin og vegvillt? Ég ætla mér ekki þá dul að svara þessari spurningu Seinni ástæðuna, sem ég nefni hér, er örðugra að skýra í stuttu máli. Við finnum öll, að tilvera hins siðmenntaða hluta mannkyns hangir á blá- þræði. Nokkur stórveldi, hvert öðru andvíg í flest- um greinum, hafa smíðað sér vopn, sem veitir þeim tök á að tortíma öllu lífi á þéttbýlustu svæð-

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.