Foreldrablaðið - 01.01.1970, Side 9
7
urr: jarðar og gera þau óbyggileg um langa fram-
tíð. Hugmyndir, sem við gerum okkur um þessa
hættu, eru kannske misjafnlega Ijósar, en sá
geigur, sem hún veldur, bærist í brjósti hvers full-
vita manns. Lífi manna hefur að vísu verið ógnað
fyrr; tugir og hundruð þúsunda urðu styrjöldum,
hungursneyð og pestum að bráð. En einstakling-
urinn átti sér þó jafnan nokkra undankomuvon
og akur og fiskimið héldu gróðurmagni sínu og
endurnýjunarkrafti. Slík von slokknar andspænis
þeirri ógn, sem nú vofir yfir mannkyninu. Án þess
við gerum okkur grein fyrir því, mótar þessi tor-
tímingarhætta lífsviðhorf okkar og hegðun, æsir
okkur upp í skefjalausan lífsnautnarþorsta hinnar
htaðfleygu stundar. Bandarískur menntaskólanemi
orðar það svo: ,,Nowadays with world conditions
as they are, the wise person lives for today and
lets tomorrow take care of itself.“ Það er veraldar-
geigurinn, orðaður á atómöld: Etum og drekkum
og verum glöð, því á morgun kemur dauðinn.
Undir ofurvaldi þessa geigs fjarlægist maðurinn
mest það lífsviðhorf, sem þjóðskáldið líkti við
blómið, sem ,,kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt
á sinni rót.“ Þá er hætt við að hann glati trúnni
á tilgang sinn og æðri andleg verðmæti og hyggi
aðeins að svölun lífsþorstans þá örskotsstund, sem
ævin varir. Um leið hlyti siðavitund hans að rugl-
ast og hann yrði leiðitamur til hvers kyns öfga.
Þegar gagnrýnihneigð og efagirni unglingsáranna
vakna og þróast við þessar aðstæður, þá mynd-
ast auðveldlega hópar vegviIItrar æsku, sem ein-
mitt á okkar tíð valda kynslóð foreldranna kvíða
og áhyggjum.
Ég segi hópar vegvilltrar æsku, því að sú skoð-
un er mér fjarri, að allur þorri íslenzkra unglinga
sé vegvilltur Ég álít að vísu, að vegurinn sé ekki
auðrataður. Unglingur er oft ekki einfær um að
ákvarða sig, hvort áreynsluvilji eða undaniátssemi,
brattasækni eða nautnaværð eigi að ráða lífsvið-
horfi hans. Heilbrigð æskulýðsstarfsemi þarf að
stuðla að því, að hann marki stefnu sína rétt. Hún
þarf að leggja megináherzlu á þroskavænleg við-
fe.ngsefni, sem heilli unglingana og veiti þeim tæki-
færi til að reyna á krafta sína, bæði andlega og
og líkamlega.
Með þessum orðum hverf ég aftur að því sjónar-
miði, sem ég setti fram í upphafi. Barnið hefur
eðlilega þörf fyrir nána snerting við náttúruna. í
glímunni við þau viðfangsefni, sem hún býður,
öðlast unglingurinn innri ró og tóm til að finna
sjálfan sig. Til þess á að nýta alla möguleika.
ÍSLENZK ÆSKA ÞARF AÐ UPPGÖTVA
LAND SITT OG NEMA ÞAÐ AÐ NÝJU
Ef (sland er borið saman við hlýrri lönd, virðist
ekki mjög aðlaðandi að eyða þar tómstundum sín-
um við útilegur og gönguferðir. En kannske er
landnáminu ekki fyllilega lokið. Ég man frá stúd-
entsárum mínum erlendis, hve mjög mér fannst til
um þann geysilega fjölda skólaunglinga, sem ferð-
aðist fótgangandi dögum og vikum saman um fjöll
og skóga miðevrópu. Þar hafði borgaræskan lært
að meta náttúruna, og hið nauðsynlega skipulag,
sem til þurfti, hafði myndazt smám saman. Hin
einstöku gistiheimili æskunnar stóðu svo þétt, að
hvar sem gönguhópur var staddur, átti hann ekki
nema hæfilega dagleið til næsta gististaðar. —
Við gengum með malpokann og svefnábreiðuna á
bakinu, lifðum við fábreyttan kost og lögðumst
þreytt til hvíldar, en við áttum glaðar stundir, fund-
um til skyldleika okkar við náttúruna og öðluðumst
um leið Ijósari skilning á sjálfum okkur.
Ég hef alltaf dáðst að Baden-Powell, stofnanda
skátahreyfingarinnar, fyrir skarpskyggni hans á
þá þörf, sem brýnust er fyrir borgaræskuna, að
kynnast töfrum náttúrunnar, njóta útilífs og fást
við þau margbreytilegu viðfangsefni, sem hraun og
heiðar, vötn og skógar bjóða. Af þeim töfrum er
ísland auðugt. Og mér hefur oft fundizt, að íslenzk
æska þyrfti að uppgötva land sitt og nema það að
nýju.
Matthías Jónasson.