Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 19

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 19
heita Ljúfur," en sá var með endemum blíðlegur á svip. Nú skríktu allir ungarnir. Þeir voru svo ánægðir með nöfnin sín. ,,Eitt skal ég segja ykkur, Skúfur, Stúfur og Ljúfur," sagði Marteinn, ,,og var ekki laust við, að hann væri upp með sér af nöfnunum. ,,Þið verðið að vera hjá mér, þangað til þið eruð orðnir nógu stórir til þess að ég geti fylgt ykkur heim. Ég skal sjá um, að þið fáið nóg að kroppa og drekka . . . og ykkur mun ábyggilega ekki ieiðast," sagði Mar- teinn og brosti dálítið einkennilega. Sennilega hef- ur honum dottið eitthvert prakkarastrik í hug. Tíminn leið fljótt. Skúíi, Stúfi og Ljúfi leið mjög vel hjá Marteini páskahéra. Þeir voru duglegir að vera úti, kroppuðu mikið og skoppuðu. Brátt voru þeir orðnir nógu stórir til þess að geta farið heim. Dag nokkurn sagði Marteinn: „Jæja, Skúfur minn, Stúfur minn og Ljúfur minn. Á morgun leggjum við af stað heim til ykkar.“ Það var ekki laust við, að dálítill ferðahugur væri í þeim félögunum. En eitt var verst. Þeir kviðu allir fyrir heimkomunni. Skúfur, Stúfur og Ljúfur kviðu fyrir, af því að þeir höfðu aldrei komið heim til sín og þekktu ekki venjur og siði hjá full- orðnum hænum. Marteinn kveið þó mest fyrir að sjá framan í hænurnar, þegar hann kæmi með Skúf, Stúf og Ljúf. Hann bjóst við miklu fjaðrafoki. Þetta gekk nú allt saman betur en þeir félagar bjuggust við. Skúfi, Stúfi og Ljúfi var innilega fagnað, þegar þeir komu til föðurhúsanna. Mar- teini var innilega þakkað fyrir hvað hann hefði verið þeim góður. Skúfur, Stúfur og Ljúfur voru ánægðir yfir að vera komnir heim til hænumömmu og hanapabba, en þeim leiddist, að Marteinn skyldi ekki geta búið hjá þeim. Þess vegna ákváðu þeir að hitta Martein í skóginum á hverjum sunnudegi eins lengi og þeir lifðu. Það hafa þeir gert æ síðan og gera sennilega enn þann dag í dag. FRIÐGERÐUR SAMÚELSDÓTTIR er kennari við Melaskólann í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1965, og kennara- prófi frá Kennaraskóla íslands 1968,

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.