Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 21

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 21
Hjá þjóðflokki einum á Filippseyjum er það haft fyrir satt, að ekki sé hægt að trúa karlmanni fyrir leyndarmáli! Það er nú svo, að það leikfang, sem barnið vel- ur sér til leiks, ákvarðast töluvert af hugmyndum barnsins um hið karlmannlega og kvenlega hlut- verk í samfélaginu. Eða dettur nokkrum í hug, að drengjum sé það eðlislægt að leika sér að bílum? Þegar börn úr Manus-þjóðflokknum fengu í fyrsta sinn nokkrar trédúkkur í hendur, voru það drengirnir, en ekki stúlkurnar, sem skynjuðu brúð- urnar sem leikföng. Hugmynd barns hjá Manus- þjóðflokknum á hlutverkaskiptingu kynjanna er allt önnur en barns, sem elzt upp í menningu okkar, því að þar vinnur kvenfólkið fyrir heimilinu en karlmennirnir annast börnin. Þarna sjáum við því kollvarpað, sem við teljum karlmannlegt eða kven- legt. Við skulum vera þess minnug, að það eru sömu líkamlegu eiginleikarnir, sem gera þetta fólk að körlum og konum, það lifir einungis við aðrar uppeldis- og samfélagsvenjur. Við getum ekki dregið neina endanlega ályktun af þessum staðreyndum, en þær sýna okkur, að skoðun okkar á hlutverkaskiptingu og hegðun kynj- anna í þjóðfélaginu er ekki einhver eilíf, uppruna- leg staðreynd, sem ekki verður hnikað. Er það ef til vill eitthvað upprunalegt í eðli pilta, sem krefst þess að þeir séu stuttklipptir? Hvers vegna reis almenningsálitið upp á móti síð- hærðu piltunum. Jú, sítt hár á piltum fellur ekki inn í karlmannsmunstur nútímans. ÁSDÍS SKÚLADÓTTIR lauk stúdentsprófi 1964 og kennaraprófi ári síðar. Einnig hefur hún lokið leiklistarprófi frá leiklistarskóla L. R. Hún kennir nú við Melaskólann. Skyldi það vera ,,hormóna“-starfsemi kvenna, sem stjórnar því, að þær stunda uppvask, matseld og gólfskúringar? Gaman er að geta þess varðandi þetta atriði, að Toda-þjóðflokkurinn álítur heimilisstörf of heilög fyrir konur. STRÁKARNIR REYNA SIG Fels-rannsóknirnar bandarísku hafa leitt í Ijós, að munur á dreng og stúlku gerir jafnvel stundum vart við sig þremur mánuðum eftir fæðingu. Dreng- ir halda t. d. athyglinni skemur en stúlkur, en virð- ast sjálfstæðari og árásargjarnari. Fels-könnuðir gerðu ýmsar skemmtilegar tilraunir. Ein tilraunin var í því fólgin að börnin voru látin fá leikfang í lokuðum kassa. Drengirnir reyndu að opna kass- ann, en stúlkurnar sneru sér frekar til móður sinn- ar um hjálp, ef þær hefðu reynt sjáifar, hefði það ekki tekið þær lengri tíma en drengina að opna kassann. Fels-könnuðir eru í vafa um að þessi munur á viðbrögðum sé upprunalegur. Þeir álíta fremur, að foreldrar ali börn sín upp í samræmi við skoðun umhverfisins, þ. e. a. s. sjálfstæða drengi, ósjálfstæðar stúlkur. Þeir benda t. d. á, að mæður gæli meira við stúlkubörn og sýni þeim almennt meiri áhuga í uppeldinu, því treysti stúlk- an meir á móðurina en drengirnir.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.