Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 22

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 22
20 BRAGÐ ER AÐ ÞÁ BARNIÐ FINNUR Rannsóknir á skoðunum barna og unglinga í Noregi á hlutverkaskiptingu kynjanna leiddu í Ijós, að skoðanir þeirra byggðust algerlega á þeirri hefð, sem fyrir var. Börnin virtust frjálslynd varð- andi hlutverk kynjanna, meðan þau voru mjög ung, on eftir því sem þau eltust, voru þau ákveðnari í skoðunum sínum. Dr. phil. Sverre Brun-Gulbrandsen, yfirmaður rannsóknarstofnunar norska ríkisins á áfengi, gerði þessar kannanir, ásamt rannsóknarfólki sínu. Þegar spurt var, hvaða athafnir hæfðu hvoru kyninu um sig, voru skoðanir barnanna skýrar. Húsverk, barnagæzla, hjúkrun o. s. frv. var fyrir stúlkur. En allt, sem við kom vélum, tækni og t. d. stjórnmálum, var fyrir pilta. Enn fremur var það fyrir pilta að lesa leynilög- reglusögur, sjá hörkuspennandi kvikmyndir, um leið og það þótti við hæfi stúlkna að sjá kvik- rnyndir um ástina (þó sennilega ekki þær djörf- ustu), lesa um líf frægs fólks, fara í kirkju og lesa kvöldbænir. Þær áttu að vera hjálpsamar, blíðar, tilfinningaríkar, kurteisar og lítillátar. Aftur á móti áttu piltar að vera sjálfstæðir, áræðnir, hugrakkir, ráðagóðir og sýna tæknilega leikni. Því má skjóta hér inn í, að talið er að sú stað- reynd, að miklu fleiri piltar stama og hafa aðra málgalla í æsku, eigi rót sína að rekja m. a. til þess, hve strangar kröfur eru gerðar til þeirra sem karlvera strax í bernsku. HVAÐ MARKAR BRAUT ÞEIRRA? Sverra Brun-Gulbrandsen kannaði einnig meðal táninga, hversu margir hefðu valið sitt eigið kyn, hefði kostur verið á. Tilhneigingin til að velja eigið kyn var snöggtum meiri hjá piltum en stúlkum. Honum virtist þetta mjög athyglisvert. Hann tel- ur, að þessi afstaða táninganna eigi rót sína að rekja til þess, að á þessu skeiði uppgötva þeir gæðamat samfélagsins á einstaklingnum. Þeir upp- götva smátt og smátt, að karlmannshlutverkið er hærra metið. -A Stúlkurnar, sem á bernskuárunum voru eins frjálsar og piltarnir, eru á kynþroskaskeiðinu þvingaðar inn í kynhlutverk hinnar fullþroska konu. Þær uppgötva hömlur og erfiðleika, sem þær áður vissu ekki um. Þær merkja, að til þeirra eru gerð- ar kröfur um að hegða sér ,,pent“ og kvenlega um leið og yfirleitt eru gerðar litlar kröfur til þeirra, þegar um er að ræða þátttöku og starf úti í samkeppnisþjóðfélagi nútímans. Þær sjá, að fiami kvenna byggist meir á fegurð og svonefnd- um kvenlegum eiginleikum, sbr. tízkusýningardöm- ur, fegurðardrottningar, kvikmyndadísir. Reynsla drengjanna sé allt önnur, er þeir upp- götvi karlmannshlutverkið. Unglingsárin séu þeim tími meira frelsis og þá vakni aðdáunin á hinu karlmannlega fyrir alvöru. Fyrirmyndir þeirra verði uppfinningamenn, íþróttamenn, kraftajötnar kvik- myndanna, vísindamenn, og þá langi til þess að sýna, að einnig þeir hafi til að bera einhverja eiginleika þessara manna. Þeir sjái alls staðar í samfélaginu endurspeglast aðdáunina á því karl- mannlega. Þeir skynji, að virðing þeirra og frami bvggist á eigin dugnaði, hæfni og þolinmæði. Þær fyrirmyndir, sem blasa við unglingunum, það munstur, sem þeir sjá, er vissulega ólíkt eftir því, hvort piltur eða stúlka á hlut, eins og Dr. Sverre Brun-Guldbrandsen álítur. Spurningin er því þessi: Að hve miklu leyti heftir þetta kynmunstur menningar okkar, vilja, getu, hæfileika og frelsi hvers einstaklings? Ásdís Skúladóttir. Heimildaskrá: 1) Sammenheng mellom sosial atferd og opp- dragelse. Eva Norland. 2) Vöxtur og þroski. Alfræðisafn A. B. 3) Kvinnors liv och arbete. Svenska och norska studier av ett aktuellt samhállsproblem. 4) Innforing i psykologi. Harald Schjelderup.

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.