Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 23
21
Margrét Margeírsdóttir
Forfeður okkar
þörfnuðust ekki
uppeldis-
fræðslu
Hversvegna þarf nutímafólk á slíku að halda?
Uppeldismál hljóta ávallt að skoðast í Ijósi sam-
tímans hverju sinni, eigi að meta gildi þeirra. Þau
eru einn þáttur í þeirri heild, sem við nefnum þjóð-
líf. Það er margþætt hugtak, sem ekki verður skil-
greint hér að öðru leyti en því, að við getum sagt
hér okkur til glöggvunar, að í því felist lífsvenjur,
atvinnuhættir og viðhorf manna gagnvart sjálfum
sér og öðrum.
Þegar svara á spurningunni hér að ofan í ör-
stuttu máli eins og ætlast er til hér, er vænlegasta
leiðin að taka til samanburðar nokkur atriði úr
þjóðlífinu fyrr og nú.
Varðandi fyrri hluta spurningarinnar, sem gæti
bent til þess að forfeður okkar hafi verið fyrir-
myndar uppalendur, þykir mér koma fram nokkuð
einhliða fullyrðing, sem þó verður varla nokkurn
tíma sönnuð né afsönnuð. Víða er þó að finna í
bókmenntum, sem fjalla um þjóðlegan fróðleik,
miður fagrar lýsingar á uppeldisháttum fyrri tíma.
Þar skín sums staðar í gegn vanþekking á andleg-
um og líkamlegum þörfum hinnar uppvaxandi kyn-
slóðar. Menn veltu ekki vöngum yfir öðrum eins
smámunum eins og því, hvort börn þjáðust af ein-
hverjum ,,einkennum“, sem að okkar mati myndi
ílokkast undir taugaveiklun, svo sem hræðsla,
minnimáttarkennd, þunglyndi, svo að eitthvað sé
nefnt. Börnum var talið til gildis að vera feimin
og hlédræg, og óhlýðni var sannarlega engin dyggð.
Líkamlegar refsingar áttu fyllilega rétt á sér. Þann-
ig voru viðhorfin og þau voru í takt við tíðarand-
ann. Menn vissu ekki betur. En uppeldið hafði að
sjálfsögðu sínar jákvæðu hliðar. Það beindist öðru
fremur að því að kenna börnum vinnu. Frá blautu
barnsbeini urðu þau þátttakendur í störfum full-
orðna fólksins, sem höfðu verið með svipuðu sniði
kynslóð eftir kynslóð. Hin svokallaða aðlögun barna