Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 24

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 24
22 að umhverfinu gerðist þess vegna tiltölulega átaka- laust. Sveitalífið var einfalt og fábrotið og gerði fyrst og fremst kröfur um líkamlegt þrek í þrot- lausri baráttu viö að hafa í sig og á. Sagt var, að bókvitið yrði ekki í askana látið. AÐRIR TÍMAR — ÖNNUR VIÐHORF Nú eru aðrir tímar, önnur viðhorf, flóknari lífs- venjur. Nútímamaðurinn lifir í veröld, sem gerir miklar kröfur til aðlögunarhæfni einstaklingsins, og jafnvægis í tilfinningalífi. Nútímauppeldi mið- ar að því, að einstaklingurinn nái sem mestum og beztum andlegum og líkamlegum þroska eftir því sem hæfileikar leyfa. Þannig hefur mat okkar á hlutverki uppeldisins breytzt og skilningur á mann- legu samfélagi yfirleitt, svo er raunar fyrir að þakka, þótt enn sé margt ókannað í þessum efnum. Ef við gerum ráð fyrir, að uppalendur séu allir af vilja gerðir, til þess að stuðla að heilbrigðum persónuleika barna sinna og andlegu atgervi er óhjákvæmilegt, að þeir hafi öðlazt nokkra þekk- ingu á helztu atriðum varðandi þroskaferil barns- ins. Slíkt kemur ekki af sjálfu sér. Uppeldis- og sálarfræðin hafa öðrum vísindum fremur sýnt fram á, hvernig mismunandi uppeldisaðferðir kalla fram ólika hegðun hjá börnum og unglingum. Ef almenn fræðsla á uppeldismálum væri meiri, væri vafa- laust hægt að koma í veg fyrir margvísleg sálræn vandamál, sem börn og unglingar þjást af og hamlar þroska þeirra. Kjarni uppeldisins er ótví- rætt mestur á herðum foreldranna, vegna þess að áhrifa þeirra gætir venjulega mest á mótunarskeiði barnsins, þ. e. a. s. fyrstu æviárunum. Þeim er því mikill vandi á höndum. En það er liðin tíð, að for- eldrar séu einir um uppeldi barnanna. Skólinn er nú orðinn annar þýðingarmikill aðiii, sem leggur grundvöllinn að framtíð einstaklingsins. Hver get- ur komizt áfram án menntunar nú á dögum? Alveg vafalaust ber að leggja miklu meiri áherzlu á aukið samstarf milli heimilis og skóla heldur en gert er. Slíkt samstarf getur haft mikið uppeldislegt gildi sé það skynsamlega upp byggt. Það gæti m. a. orðið til þess að auka ábyrgðarkennd foreldra gagnvart þeim skyldum, sem á þeim hvíia í upp- eldinu bæði með tilliti til skólans og umhverfi barnsins yfirleitt. Ég tel að foreldrar og aðrir upp- alendur þyrftu á allri þeirri uppfræðslu að halda, sem gæti aukið innsæi þeirra cg þekkingu á vanda- málum uppvaxandi kynslóðar. En hinu skulum við heldur ekki gleyma, sem eitt af okkar höfuðskáld- um kvað forðum: Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem biekking, sé hjarta ei með, sem undir slær. Margrét Margeirscfóttir. MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR er félagsráðgjafi að mennt. Hún stundaði nám við Den sociale skole í Kaupmannahöfn frá 1956—59. Einnig kynnti hún sér geðverndarstörf í Bretlandi á fjögra mánaða námskeiði 1963. Vann við Geðverndardeild barna á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1960—'67. Gerði könnun á félagslegum aðstæðum ógiftra barns- hafandi kvenna ásamt Birni Björnssyni prófessor. Hún starfar nú á ýmsum félagslegum sviðum, á m. a. sæti í barnaverndarnefnd og vinnur nú fé- lagsráðgjafastörf á eigin skrifstofu.

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.