Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 26

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Qupperneq 26
24 bekk, ætti að skipta hverjum bekk í tvennt, ekki eftir kyni, heldur stafrófsröð. Síðan yrði hvor helm- ingur hálfan vetur hjá þeim kennara, sem hefði með höndum þá kennslu, sem krefst sérstakrar smíðastofu, en hinn helming vetrarins hjá þeim kennara, sem kenndi saum og ýmiss konar föndur, sem ekki krefst mikilla tækja. Hér með opnast einnig möguleiki fyrir drengi að fást við föndur heima, þar sem yfirleitt er ekki aðstaða til smíða. Ég leyfi mér að fullyrða, að stúlkur séu alls ekki fæddar með einmitt hæfileika og löngun til þess að prjóna sokka og sauma svuntu og drengir séu ekki sérstaklega skapaðir til að smíða úr tré eða föndra úr leðri (sjá Námsskrá). Þetta er áreiðan- lega jafn einstaklingsbundið eins og að menn eru misgóðir í reikningi og allir eru ekki jafngóðir verzlunarmenn eða kennarar, en þar ræður kynið ekki úrslitum. Það, að stúlkur hneigjast að saumaskap frekar en drengir, er runnið frá uppeldinu, umhverfinu og aldarandanum. Þær hafa vanizt því frá því þær voru smábörn, að þetta væri þeirra hlutverk. Fóstrur á barnaheimiium hafa tjáð mér, að meðan börnin eru lítil og „vita ekki, hvaða leikföng til- heyra hvoru kyni“, hneigjast stúlkur jafnmikið að því að ,,smíða“ og strákar. Það er satt og rétt, að það er gaman að skreyta heimili sitt fallegri handavinnu, en af hverju gæti ekki kona glaðzt yfir að skreyta heimili sitt falleg- um smíðisgripum eins og útsaumuðum púðum eða karlmenn haft ánægju af að hnýta tuskumottu? Þeir karlmenn, sem á annað borð vilja ganga í smekk- legum fötum, hafa áreiðanlega jafnmikla ánægju og kvenfólk af að eiga fallega lopapeysu. Af hverju geta þeir þá ekki setzt niður og prjónað sér eina? Varla er það fíngerðari vinna en t. d. úrsmíði, sem öllum ber saman um að hæfi karl- mönnum. Það kæmi sér vissulega vel fyrir hús- móður að geta gert við hitt og annað smálegt á heimilinu og fyrir karlmenn að geta fest á sig tölu eða saumað saumsprettu, þegar „þjónustan" er ekki við höndina til hjálpar. Með skiptri handavinnukennslu spillum við starfi þeirra foreldra, sem ala vilja börn sín upp í jafn- rétti og láta þau venjast sömu störfum. Kennaraskóli íslands þyrfti í sinni endurskipu- lagningu að taka þetta mál til rækiíegrar athug- unar, en þar eru, sem kunnugt er, menntaðir sér kvenkennarar fyrir verklega þjálfun stúlkna og karl- kennarar fyrir drengina. Ég er sannfærð um, að slík nýbreytni, sem hér hefur verið nefnd, yrði vinsæl bæði hjá nemend- um og foreldrum, og eitt er víst — hún samræmist betur þeim tímum, sem við lifum á, en núverandi skipulag, sem aðeins byggist á gamalli og úreltri hefð. Ég vil þess vegna skora á ykkur, foreldrar, að ræða þetta mál ykkar í milli og koma skoðunum ykkar á framfæri. Gerður G. Óskarsdóttir. GERÐUR ÓSKARSDÓTTIR er kennari við Kópa- vogsskóla. Hún lauk stúdentsprófi frá M. R. 1963 og brautskráðist úr Kennaraskóla íslands 1964. Síðastliðið ár tók hún B.A. próf í landafræði og þýzku. Það er vert að geta þess, að nokkrir kenn- arar úr skólum Kópavogs hafa sent fræðsluráði Kópavogs beiðni þess efnis, að piltar og stúlkur 9 ára deilda njóti sama náms í handavinnu.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.