Foreldrablaðið - 01.01.1970, Page 29
SIGNÝ THORODDSEN sálfræðingur starfar við
sálfræðideiId skóla í Reykjavík síðan 1968. Hún
lauk stúdentsprófi frá M. R. 1959. Fór þá til náms
við háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar kandi-
datsprófi í sálar- og uppeldisfræðum 17. júní 1967.
Kom síðan heim og hóf rannsóknir í október sama
ár við Kleppsspítalann. Hún kenndi við Ljósmæðra-
skólann vorið 1968 og Kennaraskóla íslands vet-
urinn 1968—'69.
að senda í nánari athugun. Ráðstafanir eru síð-
an gerðar til þess að barnið fari í sérskóla,
ef þurfa þykir, eða í bekkjardeild við sitt hæfi.
b) Óvenjulega góðir námshæfileikar (hvort flytja
beri barn í betri bekkjardeild eða eldri bekk).
c) Ófullnægjandi námsárangur í einni eða fleiri
námsgreinum. Algeng ráðstöfun til bóta er þá
einhvers konar aukakennsla.
d) Taugaveiklun og truflanir á geðheilsu.
e) Hegðunarvandkvæði, skróp o. fl.
Vandamálin, sem tekin eru til meðferðar hjá sál-
fræðideildinni eru margvísleg, þótt þetta yfirlit
verði að nægja í stuttri grein.
Sálfræðideildin hefur frá upphafi lagt MEGIN-
ÁHERZLU Á SAMSTARF VIÐ FORELDRA og
forráðamenn barna, og tekur aldrei börn í athug-
un, nema með samþykki þeirra, enda vart hugsan-
legt að gera skynsamlega athugun á barni og
högum þess án náins og vinsamlegs samstarfs
við foreldra. Starfsfólk skólanna á þó eðlilega
oft frumkvæði að athugun. f þeim tilvikum er venj-
an, að kennari eða skólastjóri snýr sér til foreldra
og ræðir við þau um vandamál, er hann telur vera
fyrir hendi, en foreldrar ákveða síðan, hvort börn-
in skuli send í athugun hjá sálfræðideiIdinni og
hafa foreldrarnir sjálfir frumkvæði um það. Ann-
ars er foreldrum að sjálfsögðu frjálst að snúa
sér til deildarinnar án vitundar skólans. Um þriðj-
ungur athugunarbeiðna kemur frá foreldrum sjálf-
um og er þá ekki leitað samstarfs við skólann,
nema vandamálið sé að einhverju leyti tengt skól-
anum, og þá með samþykki foreldra.
Meginhluti starfs sálfræðideildarinnar fer fram
í miðstöð hennar í Tjarnargötu 12. Starfsfólk deild-
arinnar heimsækir þó barnaskóla borgarinnar reglu-
lega til viðræðna við kennara og skólastjóra. Hef-
ur hver samstarfsmaður ákveðna skóla að verk-
sviði, og tekur venjulega til meðferðar börn frá
þeim skólum, þótt að sjálfsögðu megi breyta því
að vild, sé þess óskað af foreldrum eða kennur-
um. Rétt er að taka fram, að heimsóknir í skólana
eru eingöngu til viðræðna við kennara og skóla-
stjóra, en börn ekki tekin til athugunar þar.
Sálfræði er sú fræðigrein, sem fjallar m. a.
um mannshugann og allt atferli mannsins. Hún er
tiitölulega ný fræðigrein, og hafði erfiðar fæð-
ingarhríðir eins og aðrar fræðigreinar. Enn eimir
eftir af gömlum hugmyndum, sem ef til vill urðu
ekki til að ástæðulausu, að sálfræði megi setja
á bekk með skottulækningum. Illt er, ef slíkar hug-
myndir foreldra valda því, að barn fær ekki lausn
á vandamáli, sem ef til vill er auðvelt að leysa.
Sálfræði á enn langt í land að verða fullmótuð
vísindagrein, en nútíma sálfræðingar gera sér hins
vegar fulla grein fyrir takmörkunum hennar, og vita
jafnframt, að þeir geta í mörgum tilvikum veitt
mikilsverða aðstoð við lausn sálrænna vanda-
mála.
Að lokum þetta: Geti þessar línur orðið hvatning
til foreldra, sem vita um sálræna erfiðleika barns
síns, að senda það til athugunar strax, í stað þess
að bíða þar til vandamálið er orðið rótgróið, er
betur af stað farið en heima setið.
Signý Thoroddsen.