Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 31

Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 31
29 GUÐJÓN ALBERTSSON lauk stúdentsprófi 1961 ag starfar nú sem lögfræðingur hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Vonandi ekki. Að minnsta kosti tel ég ekki heppi- legt að láta mæðurnar einar um uppeldi barnanna • « • Þessari spurningu hlýt ég að svara neitandi. í fyrsta lagi vegna þess, að það er lífsskoðun mín að líta beri á heimilisföður sem eitthvað annað og meira en útsendara fjölskyldunnar eftir peningum, til þess að öðrum aðilum hennar megi líða vel. í öðru lagi væri siðferðiiega ómögulegt fyrir mig að svara spurningunni með jái, því að hingað til hef ég sjálfur ekki verið neitt fjáröflunartæki, held- ur miklu fremur ómagi á framfæri heimilisins. Annað mál er, að það er ekki nýtt af nálinni að ætlazt sé til þess, að feður útvegi heimilinu rekstr- arfé, við það hafa skyldur þeirra meira að segja oftast takmarkazt. Við, sem erum á þrítugsaldri, sjáum fyrir okkur skýra mynd af þeim heimilis- föður, sem við höfum kynnzt. Hann hefur yfirleitt nóga vinnu, en lágt kaup. Til þess að græða nóga peninga verður hann að vinna bæði eftirvinnu og næturvinnu, er síþreyttur og því fegnastur, ef krakk- arnir eru sofnaðir, þegar hann kemur heim. Hann er að byggja og vinnur í nýja húsinu, hvenær sem færi gefst. Hann á bíl. Þetta er hinn dæmigerði dugnaðarmaður. En hvernig er umhorfs hjá hon- um? Konan hugsar um allt, sem snýr að heimilis- haldinu, þar með talið uppeldi barnanna. Faðirinn þefur ekki tíma til þess að leika sér við þau, hvað (með allri virðingu fyrir kvenþjóðinni!) Og afræktar eiginkonur kunna sjaldnast góðri lukku að stýra . . . Guðjón Albertsson. þá að hann geti rétt hjáiparhönd við hina daglegu umönnun barna, einkum smábarna. Þar við bætist, að hefðin gengur að því vísu, að karlmenn geti ekki annazt ungbörn, eðli sínu samkvæmt séu þeir harð- hentir, klaufskir og skorti þá hjartahlýju, sem smá- fólkið verður að finna. Þegar börnin stækka, meta þau föður sinn eftir því, hve örlátur hann er á vasa- peninga, og hann reynir að láta þau ekki skorta neitt, enda fæst mörg hvíldarstundin fyrir peninga, sem krakkarnir fá til að kaupa bíómiða. Líklega væri of djúpt tekið í árinni að segja, að sama hliðin snúi að komumanni, en oft er það ekki fjarri lagi. Algengast er að ,,fjáröflunartækið“ hafi fjárráðin á heimilinu og úthluti konunni með semingi — en þó ánægju yfir örlæti sínu — peningum til matar- kaupa og heimilishalds. Svo, þegar hún á afmæli, ,,gefur“ hann henni peninga, til þess að hún geti keypt sér eitthvað fallegt. Þessi ófagra mynd, sem ég hef dregið upp af hinum venjulega heimilisföður, geta víst flestir ver- ið sammála um, að ætti að vera víti til varnaðar og þá einkum ungu fólki, sem að öðru jöfnu á auð- veldara með að tileinka sér ný viðhorf, nýja lifnað- arhætti. En þess er fuil þörf, ef framþróunin í upp- eldis- og fjölskyldumálum á að geta orðið eðlileg.

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.