Foreldrablaðið - 01.01.1970, Síða 34
32
BREIÐHOLTSSKÓLINN tók til starfa s. I. haust.
Innritun nemenda fór fram 1. september, en kennsla
hófst 24. september í barnadeildum og 1. október
í unglingadeildum. Kennslan fer fram í 1. áfanga
skóiabyggingarinnar, sem ekki er fullbúin.
Gert er ráð fyrir, að 2. áfangi, aðalanddyri og
íþróttahús, verði tilbúinn 1. ágúst 1970 og 3. áfangi
(skólastjórn, kennarastoíur, kennslustofur ungl-
ingadeilda, sérkennslustoíur o. fi.) 1. ágúst 1971.
í skólanum verða væntanlega 800—900 nem-
endur, er þá miðað við tvísetningu í barnadeildum
og einsetningu í unglingadeildum.
Nú eru hór 700 nemendur, þar af 150 í unglinga-
stigi, og því þröngt á þingi.
Við skólann starfa 22 kennarar auk skólastjóra,
skrifstofustúlka, dyravörður og ráðskona.
Reykjavík, 3. febrúar 1970.
Guðmundur SVIagnússon.
Skólastjóri Breiðholtsskólans,
Guðmundur Magnússon.
-4
-4