Foreldrablaðið - 01.01.1974, Qupperneq 4

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Qupperneq 4
2 ÞORBJÖRN BRODDASON, lektor: Uppeldishlutverk fjölmiðla Þegar rætt er um fjölmiðla koma okkur oftast í hug sjónvarp, hljóðvarp og dagblöð. Þetta eru dægurmiðlarnir, eins og við getum kallað þá, sá flokkur fjöimiðla, sem birtist okkur í nýrri útgáfu daglega. Það eru til aðrir fjölmiðlar, eins og kvik- myndir, í mörgum tilvikum bækur og hljómplötur, og jafnvel leikhús. En ég mun einkum ræða tvo dægurmiðla, sjón- varpið og dagblöðin. Ef til vill lætur hugmyndin um uppeldishlutverk fjölmiðia undarlega í eyrum. Uppeldi er venjulega talið hlutverk foreldra. Þegar nánar er að gætt verður að vísu augljóst, að skól- arnir og kennararnir hafa tekið sér veigamikinn þátt uppeldisstarfsins hjá tækniþróuðum þjóðum. Sama má segja um fóstur þeirra barna, sem dvelj- ast á barnaheimilum að hluta. En tilhugsunin um uppeldi í höndum fjölmiðla kann að vera öllu meira framandi. Það er samt sem áður staðreynd, sem ekki verður umflúin, að fjölmiðlarnir eiga mjög rík- an þátt í daglegu lífi nútímafólks, og það væri fásinna að loka augunum fyrir þeim áhrifum, sem þeir kunna að hafa á þroskaferil barna, og hlut- verki þeirra við mótun skoðana og viðhorfs. Þetta hefur að sjálfsögðu ekki ætíð verið svo. Dægurmiðlararnir (dagblöð, sjónvarp, hljóð- varp) eru ung fyrirbæri. Þeir hafa sprottið upp samhliða meiri margbreytileika þjóðfélaganna, auk- inni verkaskiptingu innan þeirra, og meiri sérhæf- ingu í störfum. Þetta hefur valdið því, að foreldr- arnir hafa orðið að afsala sér uppeldisstarfinu að hluta í hendur sérhæfðs fólks. Hvað varðar skól- ann er þetta takmarkaða afsal foreldra meðvitað og ásetningsbundið. En er því þannig varið með afsalið í hendur fjölmiðlanna? Hugsa heimilisfeður með sér, þegar þeir kaupa sjónvarpstæki fyrir heimilið, að þetta tæki geti haft veruleg áhrif á lífs- viðhorf barna þeirra? Ég dreg í efa, að slíkt sé mönnum ætíð efst í huga. Heilbrigð skynsemi segir

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.