Foreldrablaðið - 01.01.1974, Qupperneq 28

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Qupperneq 28
26 SIGRÍÐUR PÁLMADÓtTTiR, tónlistarkennari: Hijóðheimur barns á forskólaaldri Algengt er, að litið sé á tónlistarhæfileika sem eingöngu meðfæddan eða arfgengan eiginleika, þ. e. nokkurs konar vöggugjöf, sem einum hlotn- ast en öðrum ekki. Varhugavert er að ganga út frá ofangreindu sem staðreynd. Tónlistarhæfileik- ar eru á sama hátt og greind, eiginleiki, sem mót- ast fyrir áhrif umhverfisins: eiginleiki, sem hlúa þarf að allt frá frumbernsku. Ung börn eru næm og opin fyrir þeim hljóð- heimi, sem umlykur þau. Oft er fyrsta leikfangið hringlan, sem við hreyfingu myndar hljóð og vek- ur þar með forvitni barnsins. í fyrstu viðleitni sinni til að tjá sig notar barnið hljóðlíkingar; bíllinn heitir burr og klukkan tikk. Stundum er líkingin langsóttari, t. d. þegar kerran er kölluð dada eða mjólkin lei. En barnið hefur uppgötvað þetta hljóð og gefið því ákveðna merkingu. Það tjáir persónu- lega reynslu sína með hljóðmyndinni, sem er sam- bærileg tjáning og fyrsta blýants- eða litakrotið. Þó hinir fullorðnu geti ekki alltaf lesið úr mynd- um þessum, þá hafa þær samt ákveðna merkingu fyrir barnið. Börn á leikaldri greina há og lág hljóð gjarn- an sem björt og dimm og heyri þau marr í hurð, þá finnst þeim hún vera að tala. Barnið vill einnig sjálft fá hlutina til að tala; hreyfiþörf þess fær útrás við að slá í hluti og það uppgötvar um leið, hvernig þeir hljóma. Hér á undan hef ég nefnt nokkur dæmi um, hvernig ungt barn kannar hljóðheiminn. Það hlust- ar og aflar sér reynslu og þekkingar. Og hér geta foreldrar unnið áfram með börnum sínum. Við hlustum eftir hljóðum í umhverfi okkar; eru þau hin sömu úti og inni, eða í borg og sveit? Lætur alltaf eins í vindinum? Hvernig breytist hljóð flug- vélar, þegar hún fjarlægist? Höfum við nokkurn tíma algera þögn? — Leyfið börnunum að útbúa hljóðgjafa t. d. með því að setja hrísgrjón, baunir eða sand í pappabauka eða málmdósir. Málmrör

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.