Foreldrablaðið - 01.01.1974, Qupperneq 27
25
um, hvað er að gerast í líkama þeirra og sál og
hvaða tilgangi það þjónar.
Margri telpunni hefur orðið bylt við, þegar hún
óundirbúin fékk blæðingar í fyrsta skipti og sama
gegnir um sáðlát hjá piltum.
Taugaveiklunareinkenni hjá unglingum má stund-
um rekja til vanmáttarkenndar, sem orsakast hef-
ur af fáfræði eða misskiIningi í sambandi við kyn-
þroska þeirra og kynlíf.
Með fræðslu um getnaðarvarnir má forða ung-
um stúlkum frá ótímabærri þungun, en það er al-
gengt fyrirbæri í okkar þjóðfélagi og hefur í flest-
um tilfellum þungbærar afleiðingar fyrir stúlkuna.
Piltarnir sleppa oftast betur. — Það er óhætt að
fullyrða, að fræðsla um ábyrgð þá, sem fylgir því
að verða foreldrar, mundi hafa jákvæð áhrif. Til
dæmis hefur allt of lítið verið gert að því hingað
til að vekja ábyrgðartilfinningu pilta gagnvart föð-
urhlutverkinu.
Því hefur stundum verið haldið fram, að kyn-
lífsfræðsla mundi valda lauslæti. Ég er sannfærð
um hið gagnstæða. Þekkingin gerir mann hæfari
til þess að hafa betur stjórn á sjálfum sér, eykur
sjálfstraustið, þroskann og ábyrgðartilfinninguna.