Foreldrablaðið - 01.01.1974, Qupperneq 8

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Qupperneq 8
6 UPPELDISÁHRIF DAGBLAÐANNA Ég hef nú varið hlutfallslega miklum tíma í að ræða sjónvarpið. Þetta er raunar eðlilegt, því að sjónvarpið er án efa máttugasti fjölmiðillinn eins og stendur, og ég hef aðeins drepið á fáein þeirra atriða, er skipta máli í samskiptum barna og sjón- varps. En ég ætla einnig að víkja nokkrum orðum að uppeldishlutverki dagblaðanna. Það er, að því er ég veit bezt, ókannað mál, hvernig íslenzk börn nota dagblöð. En það væri þarft verk að komast eftir því, einkum vegna þess, að dagblöðin eru ein mikil- vægasta uppsprettulind stjórnmálalegs fróðleiks fyrir börn — og reyndar allan þorra fólks. Rann- sókn mín bendir til þess, að stjórnmálaumræður séu skornar mjög við nögl á heimilum flestra barn- anna. Sömu sögu var að segja um skólana. Og stjórnmálalegri túlkun er, sem kunnugt er, ekki gert hátt undir höfði í sjónvarpi og hljóðvarpi. Þessir fjölmiðlar kjósa heldur breiðan veg afskiptaleysis- ins en hina vandrötuðu slóð lifandi þátttöku, þar sem öllum hagsmunaaðilum sé gert jafnhátt undir höfði. Jafnaðarlega er því ekki í önnur hús að venda en dagblöðin til að fá stjórnmálalegar upplýsingar. Og nauðsyn slíkra upplýsinga verður seint ofmetin í lýðræðisríki. Þau eru samt öll þeim ókosti búin, að vera nátengd ákveðnum stjórnmálaflokkum. Hlutverk þeirra er að annast pólitískt uppeldi les- enda sinna. En einmitt vegna áðurnefnds ókosts mótast uppeldið af talsverðri þröngsýni, svo að gagnrýninn lesandi verður að vega og meta hvert orð, sem skrifað er í blaðið, með tilliti til stjórn- málastefnu þess. Þetta getur orðið nógu snúið fyrir fullþroska fólk, hvað þá fyrir óharðnaða ungl- inga. Við getum reyndar gert því skóna, að börn og unglingar sneiði mikið til hjá stjórnmálaefni blaðanna, en stefna blaðsins getur einnig opin- berazt í fréttavali þess eða jafnvel í vali á fram- haldssögu. Þess er því að vænta, að stjórnmála- skoðanir barna mótist verulega af skoðunum þess dagblaðs, sem kemur á heimili barnsins. Þátttaka fjölmiðla í uppeldi nútímabarna er eðlileg og óhjákvæmileg. Og það er nauðsynlegt fyrir foreldra að reikna með þeim og hafa gætur á þeim, sem ekki síður en öðrum aðilum, sem fást við uppeldi barna þeirra. Hlutfallsleg dreifing milli dagþlaða innan þess hóps, sem segist lesa dagblöð reglu- lega (10—14 ára börn í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum 1968): Morgunblaðið..........................92% Vísir ................................42% Tíminn................................38% Alþýðublaðið..........................10% Þjóðviljinn............................8%

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.