Landneminn - 01.02.1948, Blaðsíða 12

Landneminn - 01.02.1948, Blaðsíða 12
STEFAN HARALDSSON, stud. med.: Coffein r Mörg er móðirin, sem myndi taka sárt að sjá blessaðan sakleysingjann sinn steypa í sig blek- svörtu kaffi...., en hún gefur jionum aur fvrir coca-cola...... Coffein er útbreiddast nautna- lyfja. Frá aldaöðli hafa menn þekkt jurt- ir innihaldandi efni þetta og kunn- að aðferðir til að hagnýta sér áhrif þess. Þær þekktustu slíkra jurta eru teplantan, sem hefur efnið í blöðum sínum og kaffi- og cacao-trén, sem geyma það í fræjum sínum. Auk Jtess er það í suðuramerískri jurt, sem gengur undir nafninu Paraguaya te. Loks fá negrar Vestur-Afríku cof- fein sitt úr cr.lnbnetunni, sem þótt.i svo dýrmæt, að hún hefur til skamms tíma gengið manna milli í stað sleg- innar myntar. En þótt coffeinneyzla sé svona út- breidd, eru ]>ó jurtir }>ær, ser-n efti- ið hafa að geyma ekki öllu fleiri en þær sem hér hafá verið nefndar. Nýlega var gerð vísindaleg leit um jörð alla að fleiri coffeininnihald- andi plöntum og kom þá aðeins ein í leitirnar sem ntenn höfðu ekki vil- að af áður að innihéldi coffein. Með öðrum orðum, af öllum J>eim fjölda plantna, sem J>ekktar eru, eru aðeins örfáar, sem innihalda þetta efni. Þannig hefur frumstæðum mönnum fyrir mörgum öldum tekizt að tína þessar fáu úr, og }>að án nokkurra annarra hjálpartækja en erfða- reynslu og brjóstvits. Engin þessara jurta er upprunn- in í Evrópu, enda liöfðu |>ær verið hagnýttar öldum saman í öðrum lieimsálfum áður en Evrópumenn fengu af þeim nokkur kynni. Hvað snertir kaffið, en það þekkj- um við Islendingar bezt, þá er það talið upjirunnið í Arabíu. Og til er abbyssinsk þjóðsaga, sem segir frá munkum J>ar í landi, sem ]>ótti slæmt hve illa J>eim entist kveldið til bæna- halds og annarrar jirísunar sínum herra. En þeir áttu geitur, sem höfðu það fram yfir hundheiðnar geitur nágrannans, að þær voru hinar sjiækustu fram eftir öllum nóltum. Við nánari athugun sást, að J>ær átu af runnum nokkrum, sem uxu J>ar hjá. Munkar gerðu nú soð af fræjum runnans og varð uj>p frá því lítið lát á j>rísun og lofgjörð |>eirra abbyssinisku munka. Mun J>etta vera ein af elztu sögum um svefnlevsi af kaffidrykkju. ★ Um miðja seytjándu öld fer svo kaffi og te að flyljast lil Evrój>u frá Austurlöndum. í fyrstu kostaði Jietta þyngd sína í gulli og neyttu þess ]>ví auðmenn einir. Enginn fetti fing- ur út í það. En svo kom að allur ]>orri manna gat veitt sér hnossið og fór þá allt á annan endann. Það mætti fádæma mótspyrnu eins og raunar allt sem er „öðruvísi en í mínu ungdæmi“. Lærðir sem leikir voru á móti og alls kyns hættulegar verkanir áttu að koma af kaffi- og tedrykkju. Meðal annars átti kaffi að gera konur ófrjóar. Hvort sem það var vegna ]>ess eða ekki, voru það þó einmitt konur, sem tóku þenn- an nýja drykk upp á arma síná. Og eitt mátti hann þó eiga, um það voru allir sammála: Hann dró úr neyzlu áfengis og ]>að svo, að jafn- vel Holberg gat ekki annað en minnzt á það. I gleði sinni ritar hann 1748: „Þótt kaffi og te væru einskis nýt þá gera þau þó eitt gott og það er, að draga úr ölæði, sem var hér áður fyrr svo algengt. Nú geta konur okkar og dætur farið i 10 heimsóknir sama morguninn og samt komið alveg edrú heirn um hádegið.“ (Af þessu má marka hve geigvænlegar afleiðingar naumur kaffiskammtur nútímans getur haft!) Glöggt dæmi um álirif hinna nýju drykkja í ]>essa átt er sú staðreynd, að heilar ]>jóðir skij>tu bókstaflega um þjóðardrykki. Þannig varð t. d. vodka, hinn forni þjóðardrykkur Kússans, að víkja fyrir teinu, sem síðan hefur verið þjóðardrykkur þar. Enn í dag finnast andstæðingar coffeins um allan heim. 1 sumum löndum eru jafnvel heilir félags- skaj>ir, sem koma saman á sínum kaffistofum og drekka ]>ar coffein- lausl kaffi. En framleiðendur um- rædds kaffis eru bisnessmenn. Coffe- in er dýrt efni og bisnessmaður fleygir ekki dýru efni. Þeir setja coffeinið, sem tekið hefur verið úr kaffinu coffeinlausa, saman við súkkulaði, kóladrykki og fleira. Og nú kemur kannski andcoffein- istinn glaður og hress út frá sinni coffeinláusu kaffidrykkju, en kauji- ir svo coffeinið, sem hann var að enda við að sleppa við, dýrum dóm- um í súkkulaði á næsta horni og coca-cola hinum megin við götuna. Síðan fer hann heim, hamingjusam ur eins og aftasta mynd í amerískri auglýsingu og því skyldi hann sofa eins og híðbjörn alla nóttina, nema 12 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.