Landneminn - 01.02.1948, Qupperneq 14

Landneminn - 01.02.1948, Qupperneq 14
Knattspyrna Eftir SNORRA JÓNSSON. Það er tízka um þessar mund- ir að tala um íþróttadellu og sportidióta. Sumir sitja sig aldrei úr færi að fara háðulegum orð- um um íþróttir og íþróttamenn og þykjast menn að meiri. Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að þeir menn, sem hafa þessi orð milli tanna, hafi orðið út undan í æskuleikjum, verið „stikk og stikk“ í kýluboltaleikn- um í gamla daga eða svo platt- fættir, að þeir gátu ekki farið í saltabrauðsleik og hafa síðan með aldrinum fengið andúð á' allri hreyfingu og látið íþróttir gjalda þess og þá sem geta tekið hvorn fótinn fram fyrir annan. Aðrir eru svo miklir í andanum, að þeir leiða ekki hugann að svo veraldlegum hlut sem líkam- anum. Engum ætti að blandast hugur um, að íþrótt- ir geri unglingum mikið gagn. Við kynþroskann kernur inn í mannfólkið nýtt lífsafl, sem þarf að beina inn á heppilegar braut- ir. Þá er betra, að unglingar eyði orku sinni í hollan leik, sem veitir ánægju, en þeir eyði henni í að laumast á næturþeli bakdyrainegin í kram- búðir til að stela karamellum eða rölti eirðar- lausir um götur í snjókasti eða æpandi eftir fólki. Heilbrigður unglingur þarf eittlivert viðfangs- efni til að spreyta sig á og því þá ekki íþróttir? Auk þess hafa menn beint gagn af líkamsþjálf- un meðan lífsbaráttunni er svo háttað, að menn verða að treysta rnest á líkams- Iireysti og vöðvastarf til þess að geta lifað. Það syndir enginn með líflínu til bjargar félögum sínum nema hann hafi iðkað sund. Hitt er annað mál, menn geta gengið upp í íþróttum, fengið þær á heilann á sarna liátt og t. d. skák, bridge eða frímerkja- söfnun. Þeir geta orðið svo mikl- ir þrælar íþrótta, að innan sjón- hrings þeirra rúmast ekkert nema íþróttaafrek, þeir hugsa í kastlengd, stökkhæð og metum. En sem betur fer eru beir fáir sem svo verða, ef rniðað er við þann fjölda, sem íþróttir stund- ar sér til ánægju. Á uppeldisgildi íþrótta, og þá sérstaklega flokkaíþrótta, leikur enginn vafi og ætti að gera meira að því að kenna flokkaíþróttir í barna- skólum í stað þeirrar einhliða leikfimi sem þar er kennd. Ein allra vinsælasta íþróttin er knattspyrna, og hafa flestir yngri menn annaðhvort leikið hana sjálfir eða séð hana leikna, svo að óþarfi er að lýsa henni í smáatriðum. Þó eru þeir til, sem þekkja ekki meir til hennar en svo, að þeir sjá aðeins nokkra menn hlaupa fram og aftur eftir knetti og ýmist sparka í hann eða reka í hann höfuðið. Þeir skilja ekkert í því, að jafnvel harðfullorðnir menn skuli láta hafa sig út í þessa vitleysu. Knattspyrnan á langa sögu að baki. Hjá Forn- Snorri Jónsson. 14 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.