Landneminn - 01.02.1948, Side 16

Landneminn - 01.02.1948, Side 16
f FYLKINGARFRÉTTIR j BRÉFASAMBÖND. Æskulýðsfylkingin vill beita séi' fyrir bréfa- síxmböndum milli ungra sósíalista, bæði innan- lands og við erlenda félaga. Þeir sem kynnu að vilja taka þátt í bréfaskiptunum geta snúið sér til skrifstofu Æskulýðsfylkingarinnar, Þórsgötu 1, sem mun lxafa á liendi milligöngu um þetta, og koma beiðnum um bréfaskipti til réttra aðila. FRÁ DEILDUNUM. Æskulýðsfylkingin á Siglufirði liefur nýlega snúið sér til annarra pólitískra æskulýðsfélaga á staðnum, og farið þess á leit, að þau beittu sér sameiginlega fyrir framkvæmdum í sund- laugamálum bæjarins. Aðstaða til sundiðkana liefur engin verið {rar, en væntanlega verður nú hafizt handa um að bæta úr því. Félagsstarf Iiefur verið fjörugt Iijá Æ.F.S., og hafa skenxmt- anir og fundir verið vel sóttir og tekizt ágæt- lega. Einnig hafa verið tafl- og spilakvöld við góðar undirtektir. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík hefur ákveðið að gerast aðili að væntanlegum samtökum æsku- lýðsfélaganna um byggingu æskulýðshallar. Verð- ur stofnþing þessara samtaka lialdið 28. febrúar n.k., og er til þess boðað fyrir forgöngu Bræðra- lags, kristilegs félags stúdenta. Hefur verið birt ályktun um stofnun sambands þessa, og var hún undirrituð af formönnum 27 æskulýðsfélaga. Myndun þessara samtaka er stæi'sta skrefið, sem stigið hefur verið í áttina til raunhæfi'a fram- kvæmda í máli þessu. Starf Æ.F.R. hefur vérið gott í vetur. Auk félagsfunda hal'a verið haldn- ir nokkrir skemmtifundir og kvöldvökur. og liafa tekizt með ágætum. Þá hefur skíðaskáli fé- lagsins verið tekinn í notkun, og er mikil þátt- taka í skíðaferðunum. Málfundahópuf hefur starfað í vetur eins og að undanföxnu, einnig eru starfandi nokkrir leshringir á vegum félags- ins. Æskulýðsfylkingin í Hafnaríirði hefur tekið þátt í viðræðufundum pólitísku æskulýðsfélag- anna þar, um að knýja fram lækkun á fargjöld- um námsfólks með áætlunarferðum milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Er þess að vænta að á- er norðlenzkur að ætt, fædd- ur 27. marz 1919. Valtýr hefur ekki stundað list- nám við neinn skóla, en notið tilsagnar ýrnissa góðra listamanna, sem liann hefur komizt í kynni við, bæði liér heima og erlendis. Valtýr er mjög viðförull maður, var t. d. um skeið í siglingum. A stríðsárunum dvaldist hann um 2 ár í Banda- ríkjunum og tók þá m. a. þátt í samsvningu ungra listamanna í Boston. Önnur sýning, sem hann tók þátt í, var septembei'sýningin s. 1. haust. framhald veiði á samvinnu þessara félaga, og þau láti til sín taka ýms önur hagsmunamál liafnfirzkrar æsku. Málfundir og félagsfundir hafa verið reglulega í vetur. Einnig hefur Æ.F.FI. gengist fyrir skemmtifundum í samstarfi \áð Sósíalistafélagið. Nýlega var haldinn aðalfundur Æskulýðsfylk- ingarinar á Akureyri. Meðlimatala félagsins hafði aukizt á árinu, og starfsemin verið aukin verulega. Félagsfundir hafa verið margir, og skemmtifundir og skemmtanir hafa verið vcl sóttar og vinsælar. Félagið hefur haft starfandi málfundahóp innan sinna vébanda, og hafa þar komið fram margir efnilegir ræðumenn. Einnig er nýlega tekinn til starfa leshringur á vegum félagsins, og hefur hann fyrst tekið til meðferðar sjálf- stæðismálið. Síðar í vetur munu svo verða tekin |)ar fyrir fleiri viðfangsefni. Einnig sér Æ.F.A. um æskulýðssíðu í Verka- manninum, málgagni sósíalista á Akureyri, og kemur hún hálfsmánaðarlega. Hina nýju stjórn Æskulýðsfylkingarinnar á Akurevri skipa: Þorsteinn Jónatansson, formað- ur; Jóhann Axelsson, varaformaður; Jóhanna Björnsdóttir, ritari; Jóhannes Hermundarson, gjaldkeri, og Snorri Jónsson, meðstjórnandi. 16 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.