Landneminn - 01.12.1952, Page 3

Landneminn - 01.12.1952, Page 3
LANDIVEhlNW NÍÁLGAGN ÆSKULÝÐSFYLKINGARINNAR - SAMBANDS UNGRA SÓSÍALISTA RITSTJ.: INGl R. HELGASON 5. —6. tölublað 1952 6. árgangur 1 nýaistððnn verkfalli lagði œskan sfn lóð á metaskálarnar, en betur má ef duga skal. Æskan og verkalýðssamtökin eitir JÓN RAFNSSON Engan hef ég heyrt mæla því í mót að æskulýðs- kynslóð vor íslendinga nú sé með afbrigðum vel á sig komin, og margir halda því fram að hún muni vera sú íturvaxnasta og hraustasta í sögu þjóðarinnar. Orsaka þessa er vissulega ekki langt að leita. Allir vita, að á fimmta tug aldarinnar hafa efnahagsástæð- ur almennings hér á landi verið betri en nokkur dæmi eru til áður. Alþýðufólk almennt gat gefið börnum sínum betri og meiri mat, veitt þeim hlýrri og betri klæðnað, hollari húteakynni: betri lífs- og vaxtar- skilyrði. Frá 1942 og fram undir 1950 var efnahagur fjölda alþýðumanna það rúmur að hægt var, auk þessa, að kosta börn til meiri mennta en áður og jafn- vel styrkja þau til æðra náms að meira eða minna leyti, eftir að tímar versnuðu, af samanspöruðu fé frá þessu hagsældartímabili. Þvílíkir möguleikar til eflingar bernsku og æsku á alþýðuheimilum voru með öllu óhugsandi fram til ársins 1942. Hverju sætir þetta? — Hverju ber að þakka þessa glæsilegu æskulýðskynslóð vora í dag? Að sjálfsögðu góðum foreldrum. En það er þó ekki tæmandi svar. — „Stríðið færði okkar mikla ársæld,“ segja sumir, „og það á því sínar þakkir skyldar.“ — Kenning þessi er auðvitað hin mesta fjarstæða, ekki einungis fyrir það hve fávísleg hún er, heldur einnig vegna þess, að í henni fel6t áróður fyrir höfuðóvini æskulýðsins, stríðinu, sem auðvald heimsins reynir nú að koma af stað. — Þetta er engum nauðsynlegra að skilja en æskumönnum í alþýðustétt. Það var stríð 1914—1918. Vér, sem þá vorum í æsku, munum að það færði oss enga blessun, heldur hið gagnstæða. — Það var komið stríð 1939, 1940 og 1941. Grunnkaup verkamanna í höfuðstað landsins var kr. 1,45 um tímann, 10 stunda vinnudagur, en víðast hvar á landinu mun verri kjör. Ekkert orlof yfirleitt. Og alþýðan varð á þeesum árum að þola gengislækkun, vísitölurán, dýrtíðarskrúfu, bann við launabaráttu og gerðardómslög. — Efnahagsástæður verkamanna voru ömurlegri en nokkru sinni áður og þeim mun ískyggilegri sem fleiri börn voru í fjöl- skyldu. Sannlei'kurinn er sá, að ef ekki hefðu þá komið til sögunnar einhuga og sterk verkalýðssamtök, sæti enn við sama eymdarástandið og þess myndu sjást merki á æskulýðskynslóðinni nú. Voru þá ekki til verkalýðssamtök fyrir árið 1942? Jú, að vísu, en þau voru þá veik og athafnalaus, enda í höndum manna, er fylgdu auðstéttinni að mál- um, manna, er áttu t. d. beinan þátt í því að hækka tolla, stofna rikislögreglu gegn verkafólki, lækka gengið, banna kaupgjaldsbaráttu með lögum o.s.frv. Það, sem markaði tímamót í lífi íslenzkrar alþýðu LANDNEMINN 67

x

Landneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.