Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 4
og lagði grundvöll að hinni vel menntu æsku vorri
nú í dag, það var sigur vin-tri aflanna og sameining-
arstefnu þeirra í íslenzkum verkalýðssamtökum 1942.
—Með öðrum orðum, verkalýðurinn varð þess um-
kominn að víkja úr sessi þeirri valdaklíku í samtök-
um hans sem þá hélt vinnandi fólki sundruðu vegna
stjórnmálaskoðana á sama tíma og hún ástundaði
samvinnu við auðstéttarklíkur ýmissa flokka, meðan
þær þrengdu æ meir hag alþýðu. I stað þessara auð-
valdsþjóna var sett forysta, sem hafði að baki sér
samfylkingu verkafólks úr öllum stjórnmálaflokkum.
Það var stjórn sameiningarmanna yfir Alþýðusam-
bandi íslands, 1942—48.
1 krafti stéttarlegrar einingar verkafólks úr öllum
flokkum, varð alhýðan þess megnug að svipta af sér
fjötrum gerðardómslaganna 1942, knýja fram hálfs
mánaðar orlof með fullu kaupi (fyrst með samning-
um við atvinnurekendur og síðan með löggjöf), 8
stunda vinnudaginn og margt fl. Á valdatíma þessarar
stéltareiningar verkafólks innan Alþýðusambands Is-
lands nær tvöfaldast grunnkaup verkamanna í höfuð-
stað landsins og miklu meira úti á landi, þar sem laun
voru lægst fyrir.
Þes' ir miklu hagsmunasigrar verkamanna í krafti
samfylkingarinnar, undir forystu sameiningarmanna í
Alþýðusambandinu. komu vissulega ekki aðsins með-
limum verkalýðsfélaganna til góða; hver unninn sig-
ur þeirra leiddi af sér kjarabætur meðal annarra vinn-
andi stétta þannig að hin vinnandi þióð öll naut góðs
af, eins og jafnan, þegar verkalýðssamtökin sækja
fram.
En þessi efling verkalýðö'amtakanna kom vissulega
ekki án tilverknaðar verkalýðsins sjálfs, eins og regn
af himni. — Nei, hún kostaði margra ára erfiða og
fórnfreka baráttu félagsþroskaðasta hluta alþýðunnar
og beztu forystukrafta hennar. Pólitískar árásir, at-
vinnuofsóknir, skortur, jafnvel áverkar og fangelsan-
ir, þetta var hlutskipti þeirra. sem gengu fyrir skjöldu
fram, kommúnista og rótitækra verkamanna.
Baráttunni var þó ekki linnt. Stéttarsystkyni, sem
tilheyrðu ýmsum stjórnmálaflokkum og fengu einnig
að kenna á klóm fátæktarinnar, hættu að taka mark
á kommúnista- og Rússagrýlum Moggans, Vísis, Tím-
ans og Alþýðublaðsins og lærðu að meta réttilega hin
fórnfúsu, róttæku stéttarsystkyni og boðskap þeirra
um stéttarlega einingu verkafólks um hagsmunamálin.
Þannig skapaðist og þróaðist eining alþýðunnar í
hagsmunabaráttunni, án tillits til mismunandi stjórn-
málaskoðana, — barátta, sem var um leið háð gegn
auðvaldsþjónunum í forystu heildarsamtakanna.
Þannig náði alþýðan sínum eigin stéttarfamtökum úr
tröllahöndum og skóp sér úr þeim það afl, sem
ruddi brautina ótal sigrum á sviði verkalýðsmála,
knúði fram nýsköpunina í stað öngþveitisins sem auð-
valdið boðaði strax 1944—1945 og gat af sér meira
blómatímabil en dæmi finnast til í sögu þjóðar vorrar.
Þeim æskumönnum, sem þessar línur lesa, kann að
leika nokkur hugur á að vita eitthvað um æskumenn
þeirra tíma er þessi örlagaríka barátta var háð, og
er það ekki nema að vonum, því hér er einmitt komið
að kjarna málsins.
Án verkalýðsæskunnar þá, hefði þessi saga ekki
gerzt, enginn sigur unnizt í baráttunni um verkalýðs-
■samtökin 1942, allt væri í gamla öngþveitinu eða
jafnvel verra og aldrei skapazt vaxtarskilyrði slíkrar
æsku, sem vér erum svo sitoltir af nú í dag.
Á þeirri tíð var æskan framsæknasti og virkasti
hluti alþýðunnar í þessari baráttu, lífið og sálin. Það
voru ungu verkamennirnir og sjómennirnir, sem fram-
ar öllum öðrum báru á eigin herðum þunga harátt-
unnar í verkföllum og hvers konar átökum fyrir stétt
sína. Og þeirra figurhrós á ekki sísl sína verðleika í
því, að með baráttu sinni auðnaðist þeim að búa
börnum sínum, æskukvnslóð nútímans, uppvaxtarskil-
yrði betri og heilsusamlegri heldur en þeir höfðu
sjálfir við að búa í sinni æsku.
Nú eru liðin nærri fjögur ár síðan aftur urðu þátta-
skil í sögu íslenzkra verkalýðssamtaka, síðan hægri
öfl og auðvald þjónar náðu aftur forystu fyrir Al-
þýðusambandi íslands. Sökin á þessu felst meðal ann-
ars í þeim gömlu sannindum, að fár veit hvað átt
hefur fýrr en misst hefur, að allt of fáir af þeim mikla
fjölda sem naut ávaxtanna af margra ára erfiði og
fórnum hinna framsæknari afla í verkalýðshrevfing-
unni á þriðja og fjórða tug aldarinnar, gerðu sér Ijóst
hve gífurlega miklu hafði verið kostað til að ná fram
lífskjörum vinnandi fólks á íslandi eins og þau voru
árið 1948. Allt of margir innan hinna skipulögðu
verkalvðssamtaka, og þá einkum nýliðarnir eldri sem
yngn höfðu ekki gert sér fyllilega Ijóst hverju þeir
höfðu að tapa og hvað þeir höfðu að verja.
En hvað sem frekar má um þetta segja er afleið-
ingin sú, að á síðu'tu fjórum árum hafa, án minnstu
jákvæðra viðbragða af hálfu Alþýðusambands íslands,
verið dregnir úr höndum alþýðunnar svo margir
hinna miklu sigra frá árunum 1942—1948, að nú í
dag eru kjör hennar komin niður á eymdarþrep gömlu
krepputímanna og fara versnandi. Bernskan á heim-
68 LANDNEMINN .