Landneminn - 01.12.1952, Page 16
GUÐLAUGUR E. JÓNSSON:
STOFNUN ÍSLENZKS HERS
ÞEGAR ÁKVEÐIN
„Vald þjóðarinnar þarí að tryggja gegn oíbeldismönnum með sérstöku
þjóðvarnarliði. Hvernig þessu liði verður háttað, er enn athugunarefnL En
sennilega vœri hagkvœmast að láta það einnig taka í sínar hendur þá
varðgœzlu að mestu, sem erlent lið annast nú hér á landi".
Þannig farast Hermanni Jónassyni, landbúnaSar-
ráðherra, orð í áramótaboðskap sínum. — Stofnun
íslenzks hers er ekki lengur neitt athugunarefni, hún
er þegar ákveðin. Hitt er aðeins athugunarefni:
„Hvernig þessu liði verður háttað . . .“ Þessi orð Her-
manns þurfa ekki frekari skýringa við. Hverju sem
góðgjarnir menn og annars hrekklausir vildu um rík-
isstjórnina trúa, þá er hér svo skýrt að orði kveðið að
ekki verður um villst. Og ráðherra og formaður ann-
ars stærsta stjórnmálaflokks í landinu leyfir sér ekki
að tala þannig eða skrifa út í bláinn. Flokkar þeir er
að ríkisstjórninni standa hafa þegar komið sér sam-
an um að hér skuli komið upp innlendum her.
Hlutverk hersins.
Enn skulum við láta Hermann Jónasson bera um
það hvert hlutverk hinum fyrirhugaða her er ætlað.
Hann segir:
,,Ofbeldi beita flestir þá fyrst, er næfijiletfa heitt
hatur er vakið í huffum þeirra. Að þcssu er stefnt.
En jafnframt eru menn vandir við það smátt off
smátt að bcita aðra ofbeldi. —
— I»ctta er gert í skjóli verkfallsréttar“
Hér er svo sem ekki um að villast, fremur en fyrr.
Og ekki er hlífst við að hafa endaskipti á hlutunum,
ef það hentar betur. Hér er það stimplað sem ofbeldi
þegar verkalýðsfélögin framfylgja löglegum verkföll-
föllum, og meina verkfallsbrjótum
Gegn að eyðileggja árangurinn af starfi
verkalýðnum. samtakana.
Samkvæmt íslenzkum lögum eru
verkföll löglegar athafnir, séu þau löglega samþykkt
af viðkomandi verklýðsfélagi, og boðuð með tilskild-
um fyrirvara.
Þar af leiðir að verkfallsbrot eru ólögleg, og ber
löggæzlunni í landinu að hindra þau, ef landslög á
að hafa í heiðri. -— En löggæzlunni hefur aldrei verið
mikið um það hugað að landslög væru höfð í heiðri
þegar það fer í bága við hag hinna ríku, og verka-
menn hafa ávallt sjálfir orðið að taka sér þessa lög-
gæzlu. í verkföllunum i desember s.l. fóru verklýðs-
félögin þess hvað eftir annað á leit við lögregluna, að
hún a.m.k. lokaði ekki augunum fyrir skýlausum brot-
um fjölda laga, — en með litlum árangri, eins og
kannske var við að búast.
Hermann Jónasson gefur okkur hér enn skýringar
á eðli lögreglu og þjóðvarnarliðs, og hvert hlutverk
þeim er ætlað í okkar „lýðfrjálsa þjóðfélagi“:
„Því er loks hótað að stöðva frystihúsin off ónýta
þar með margra mánaða framleiðslu þíóðarinnar,
þótt vitað væri að afleiðingjin yrði gjjaldþrot banka
og þjóðar. Mikil kjarabót hefði slíkt orðið, ekki sízt
vinnandi fólki! Um þetta samdist, er verkfallið var
að enda, ENDA AKVEÐIÐ AÐ LÖGREGLAN
SÆI UM FRYSTIHÚSIN OG SKEMMDARVERKA-
MÖNNUM YRÐI EKKI GREIÐUR AÐGANGUR
ÞANGAÐ.^
80 LANDNEMINN