Landneminn - 01.12.1952, Side 17

Landneminn - 01.12.1952, Side 17
Hermann er svo ósvífinn, að hann hikar ekki við að segja alþjóð frá því að lögreglunni hafi beinlínis verið ætlað að vernda lögbrot. En vegna þess að rík- isstjórnin telji lögregluna ekki nógu sterka og örugga til stórræða hafi hún nú ákveðið að koma upp þjóð- varnaliði. Eðli ríkisvaldsins í auðvaldsþjóðfélagi verður varla greinilegar lýst. — Ríkisstjórnin er tæki hinna ríku til að drottna yfir og féfletta þá snauðu. Til þessa þarf vald, því aldrei er að vita nema jafn vel kotungar hópist saman og geri sig breiða. Og valdið byggist á lögreglu, og þjóðvarnarliði eða her þegar lögreglan hrekkur ekki til. Þeir munu eflaust margir sem ekki hafa trúað sínum eigin augum er þeir lásu áramótaboðskap Hermanns Jónassonar. íslendingar eru yfirleitt friðsemdarmenn og seinþreyttir til vandræða, og fyr- Hernaðarsaga irlíta hernað og alll sem að honum ísl. auð- lýtur. mannastéttar. En þeir sem fylgst hafa með stjórnmálum og verklýðsbaráttunni á íslandi undanfarna áratugi urðu hinsvegar ekki hissa, nema ef vera skyldi á því live hreinlega hér er gengið til verks, og hve lítil tilraun er gerð til að dylja raunverulega tilgang hersins og klæða hann í hjúp frelsisþrár og ættjarðarástar. Islenzka auðmannastéttin á sér þegar að baki all- langa hernaðarsögu, og hana ekki ómerka. Og það er orðið æði langt síðan hún tók að gæla við hugmynd- ina um innlent þjóðvarnalið, eða her til varnar hags- munum sínum. Það er heldur engin tilviljun að Hermann Jónasson skuli nú ganga fram fyrir skjöldu. IJann er fyrir löngu Jirautreyndur baráttumaður og skipaði um langt skeið markskálkssætið fyrir íslenzku auðmennina. Þegar skömmu eftir 1920 var íslenzka auðstéttin, þá rétt vaxin úr grasi, farin að reyna að koma sér upp her til að beita í stéttabaráttunni. Fyrsti sýnilegi árangurinn á þessu sviði er atförin að Ólafi Friðrikssyni árið 1921. Síðan 9. nóvember 1932, Hlífarverkfallið í Hafnarfirði 1937, dreifibréfs- málið í Dagsbninarverkfallinu 1941, gerðardómurinn og þrælalögin 1942, þá 30. marz 1940 og loks fyrir- ætlunin um ofbeldi i sambandi við frystihúsin í síð- asta verkfalli. Draumur íslenzku auðmannastéttarinnar um stéttar- her er jafngamall henni sjálfri, og tilraunir hafa á- vallt verið gerðar til að gera hann að veruleika hve- nær sem stéttabaráttan hefur harðnað. Það væri vissulega þess vert að skrifa þessa hern- aðarsögu lengri og ýtarlegri, og ekki trútt um að sitt hvað mætti af henni læra um það mál sem nú er á dagskrá, en til Jtess er hvorki tími né rúm að sinni. Það hefur jafnan mátt marka, að Baráttan þegar yfirstéttin hefur eilthvað illt gegn í huga, og ætlar að vinna óþurfta- Rússum. verk, sem hún telur að erfitt muni að sætta Jjjóðina við, þá hefur hún snúið geiri sínum að hinum vondu Rússum. Illt er illur að vera, — og Rússar hafa orðið æði- margt á samvizkunni af hérlendum atburðum síðari ára. Samt er ekki að sjá að mælir Jjeirra skálka sé enn fylltur, því að Jæim er einnig ætlað að taka á sínar herðar, að minnsta kosti að nokkru leyti, ábyrgðina af stofnun þjóðvarnaliðsins. Að minnsta kosti telur Hermann Jónasson það sennilegt: »,En sennileffa væri hajíkvæmast að láta l>að (hjóðvarnarliðið) einni« taka í sínar hendur þá varðg;æzlu að mestu, sem crlent lið annast nú licr á landi.“ Þegar Hermann er kominn að niðurlagi greinar sinnar og hefur lýst af fjálgleik hlutverkinu sem hin- um fyrirhugaða her er ætlað að vinna, og ekkert dreg- ið undan, þá er eins og óhug hafi slegið á hann og hann setur hljóðann — — — sennilega vær> hag- kvæmast .... Og af hverju skyldi það vera hagkvæmast? Það skyldi Jjó ekki vera að hann hafi verið farinn að renna grun í að stéttaher yfirstéttarinnar myndi ekki verða sem vinsælastur meðal alþýðu manna og ekki sem heppilegast oddamál í væntanlegur.'i kosn- ingum. Þótt mikið vanti á að Strandamenn skilji afstöða launafólksins við sjóinn, og hve samknýttir hagsmun- ir þeirra eru hagsmunum Jjess, J)á er samt hætt við að erfiðlega gengi að koma þeim í skilning um nauð- syn þess að stofna her til að berjast á þessu fólki. Um Rússa gegnir allt öðru máli. Og hví J)á ekki að heita því að láta J)jóðvarnarliðið leysa af „að mestu“ hið erlenda lið. En ])að er eins og allir vita hingað komið til að verja okkur fyrir Rússum. Þarna voru margar flugur slegnar í einu höggi. Þjóðvarnarliðið á „einnig“, það er í hjáverkum, að verja okkar ástkæra föðurland. Hver skyldi svo sem geta staðið gegn stofnun slíks liðs? Hið erlenda lið leyst, af „að mestu“, en vera þess her er orðin mörg- LANDNEMINN 81

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.