Landneminn - 01.12.1952, Qupperneq 19

Landneminn - 01.12.1952, Qupperneq 19
Eftirfarandi sögu skráði rússncska skáldið Feoder Dostoyevsky (1821—1881) á vegginn í fangclsi einu £ Síberíu. Presiurinn og fjandinn „Sæli, þú litli, feiti faðir,“ sagði fjandinn við prestinn. „Hvað fær þig til að ljúga svona að þessu fátæka, afvegaleidda fólki? Ilvaða kvölura helvítis hefur þú lýst? Veiztu ekki að það hefur þegar liðið kvalir helvítis í lifenda lífi? Veiztu ekki, að þú og rikisvaldið eru mínir fulltrúar á jörðinni. Það ert þú, sem venja hann frá allri frjálsri hugsun og hann er orðinn nægilega viljalaust verkfæri, nægilega tamið húsdýr yfirstéttarinnar, skal honum att gegn föður sínum og bræðrum, og sinni eigin framtíð, svo að yfirstéttina skuli ekkert skorta á óhóf sitt. Nokkur lokaorð til ungra sósíalista. Ungir sósíalistar! Nú liggur mikið við. íslenzka yfirstéttin hefur ákveðið, með fulltingi erlendra fésýslumanna og er- Iends herveldis, að koma sér upp föstum stéttarher. Sá her varðar lslendinga alla. En þó íslenzka æsku öðrum fremur. Nú er það okkar hlutverk að taka forustuna í bar- áttu æskunnar gegn þessum áformum. Þið verðið að kenna æskunni að skilja réttilega eðli og tilgang þessa hers. Kenna henni að skilja að jrað á að stela nokkr- um beztu árunum úr æfi hennar, og fá liana til að drýgja fólskuverk. Það er ykkar hlutverk að sameina alla íslenzka æsku, hvar í flokki eða fylking sem hún annars hefur staðið, gegn þessari óhæfu. Þetta er stærsta verkefnið sem við höfum enn fengið, — en við getum leyst það ef við leggjum okkur fram. lætur það þola þjáningarnar, sem þú ógnar því með. Veistu þetta ekki? Jæja þá, kom með mér!“ Fjandinn greip í kraga prestsins lyfti honuin hátt í loft og bar hann til verksmiSju, málmsteypu. Hann sá verkamennina hlaupandi f flýti til og frá, þrælandi í svitakófi. Hitinn og þunga loftið varð prestinum fljótt ofviða. Með tár í augum grátbændi hann fjandann: „Slepptu mér! Slepptu mér úr þessu víti! “ „Ó, vinur minn kær, ég verð að sýna þér marga fleiri staði.“ Fjandinn hafði hönd á honum aftur og dró hann til bóndabæjar nokkurs. Þarna sá presturinn verkamennina vera að þreskja kornið. Hitinn og rykið var óþolandi. Yfirmað- urinn bar svipu og sló miskunnarlaust hvern þann sem hneig til jarðar yfirkominn af þreytu eða hungri. Næst var fariö með prestinn inn í kofana, þar sem hinir sömu verkamenn lifðu með fjölskyldum sinum. Þetta voru skítug, köld, loftlaus og daunill greni. Fjandinn glotti. Hann bendir á fátæktina og þrautirnar sem hér voru til húsa. „Jæja er þetta ekki nóg? spurði Iiann. Og svo virtist sem hann, fjandinn, aumkaði fólkið. Hinn trúaði þjónn guðs gat varla afborið þetta. Hann bað upplyftum höndum: „Lof mér að fara héðan. Já, já! Þetta er viti á jörð.“ „Jæja þá, þú sérð. Og samt lofar þú þeim öðru víti. Þú kvelur þá, kvelur þá til dauða andlega, þegar þeir eru sem næst dauða líkandega. Ifaltu áfram! Ég tetla að sýna þér eitt víti í viðbót — eitt enn, það versta." Hann tók prestinn til fangelsis og sýndi honum dýblissuna með fúlu lofti. Mannverurnar, sem lágu á gólfinu, voru sviptar heilsu og orku. Líkamar þeirra, magrir og naktir, voru þaktir skordýrum, sem nærðust af hinum aumu skrokkum. „Taktu af þér silkifötin," sagði djöfsi við prestinn, „settn um ökla þér þungu hlekkina, sem þessir vesalingar þurfa að bera, lcggstu niður á kalda, sauruga gólfið — og talaðu siðan við þá um vítið sem bíður þeirra." „Nei, nei!“ svaraðu presturinn. „Ég get ekki hugsað um neitt hræðilegra en þetta. Ég grátbæni þig um að leyfa mér að fara héðan!“ „Já, þetta er víti. Það getur ekki verið neitt verra víti en þetta. Vissirðu það ekki? Vissirðu ekki, að konurnar og karl- arnir sem þú hræddir með mynd helvítis — vissirðu ekki að þau eru f helvíti einmitt hér, áður en þau deyja?“ Ó. J. þýddi. LANDNEMINN 83

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.