Landneminn - 01.12.1952, Side 20

Landneminn - 01.12.1952, Side 20
A forsíðu bluðsins er Ficassoteikning af hetju franskrar alhýðuæsku, Henry Martin, og nú skulum við kynnast honum nánar. Henry Martin efíir HANS CHRISTENSEN, stud.mag. Það hefur lítið verið gert til þess að kynna Henri Martin hér á landi. Þessi franski sjóliði er nú orðinn sameiningartákn franskrar alþýðuæsku og til fyrir- myndar ungu fólki hvar sem er í heiminum. Hann sit- ur nú inni í fengelsi fyrir baráttu sína gegn styrjöld franskra imperialista í Indókína. Hann hefur þannig lagt sinn skerf í þágu heimsfriðarins. íslenzkri alþýðuæsku er ekkert eins hjartfólgið og lýsa samúð sinni með þessum unga Frakka og krefjast þess að honuni sé sleppt lausum þegar í stað. Eftirfarandi grein er þýdd upp úr Land og Fólk. ★ Henri Martin er alvarlega veikur í fangelsinu í Melun, þar sem hann tekur út fimm ára fangelsi, fyrir að hafa sagt sannleikann um stríðið í Viet-Nam. Ekki alls fyrir löngu fékk kona hans Simone eftir- farandi skeyti: „Óska eftir að sjá pabba eða Simone. — H. Martin.“ Þeir sem þekkja óbilandi hugrekki hans, úr mála- ferlunum gegn honum, hafa skilning á því, að hér var meira en lítið alvarlegt á seyði. Simone og faðir hans fundu hann líka þungt haldinn af húðsjúkdómi. Marg- ir fangar þjást úr þessum sjúkdómi vegna sálrænnar einangrunar, fæðufkorts og hreyfingarleysis. I meira en tvö og hálft ár hefur Henri ekki komið út í sólskinið og andað að sér hinu tæra lofti. Og þegar Simone kom til hans, gat hann ekki séð hana. Vilsan rann úr bólgnum augum lians. Á sama tíma og franska stjórnin sleppir lausum gestapómönn- um og öðrum stríðsglæpamönnum, innilokar hún H. Martin. En mótmælaaldan vex dag frá degi gegn fangelsun þessa alþýðusonar. Þess er krafist að Henri sé látin laus þegar í stað. En það liggur á. Líf hans er í hættu. ★ Hver er Henri Martin? Hver er sök hans? Hann er fædur 1926. Faðir hans er verkamaður í steypusmíði. Móðir hans er kaþólsk. Hann var þegar í skóla duglegur nemandi. Þegar skólaskyldu lýkur, leggur hann stund á vélfræði og ásamt vinnufélögum sínum tekur hann þátt í mótspyrnuhreyfingunni gegn nasistum. Hann er þegar sextán ára kominn í þjóð- frelsisherinn, dreifir leyniblöðum, felur vopn og starfar sem hraðboði milli skæruliðahópa í heima- héraði sínu. I janúar 1944 berst hann sem skæruliði með þjóðfrelsishernum og tekur þátt í frelsun lands síns undan oki nasismans. Þrátt fyrir hrun fasismans í Evrópu, var hann enn við líði hinum megin á hnettinum í Indókína. H. Martin gekk þá strax í sjóherinn og kom til Viet-Nam seint á árinu 1945, til þess að berjast á móti japönsku fasistunum og fyrir frelsi þjóðarinnar. Hann fylgir dyggilega orðum hins fallna skipstjóra síns: „Piltar, það er nauðsynlegt að berjast til loka fyrir réttlætinu og frelsinu.14 Þarna í órafjarlægð frá heimalandi sínu, kynnist hann fyrir alvöru ógnum stríðsins. Og hann talar í bréfum til foreldra sinna með viðbjóði um sprengju- árásir á varnarlaus sveitaþorp og um neyðina og ó- hamingjuria af völdum stríðsins. Hinir frönsku félag- ar hans falla í valinn svo þúsundum skiptir, blóðsótt og aðrir skæðir sjúkdómar geisa í herbúðunum. Ilann kemst brátt að raun um heimsvaldasinnað eðli stríðsins og fer að tala um það við félaga sína. Hann sér að hann hefur verið blekktur. Hann hefur ekki verið sendur til þess að berjast gegn fasisman- um, heldur til að þjóna franskri heimsvaldastefnu, til að myrða og undiroka þjóð Viet-Nam. Hann segir: „Það eru ekki hagsmunir Frakklands að hlusta á þessa óskammfeilnu stjórnarherra .... það er ekki hægt að myrða heilar þjóðir. Það hefði verið betra að stefna að uppbyggingu landsins en veita milljónum í hervæðingu. Með því að halda stríðinu áfram kemst landið á vonarvöl. Það er nauðsynlegt að komast að 84 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.