Landneminn - 01.12.1952, Síða 22
ORÐSENDING FRÁ SAMBANDSSTJÓRN:
Fyvivkomulagsbreyiivg
á Landnemanum
★ LANDNEMINN hefur nú komið út í sex ár og verið samtökum ungra sósíalista
til mikils sóma og gagns. Hefur lesendahópurinn sífellt stœkkað ár frá ári 'og blaðið afl-
að sér vinsœlda og álits meðal íslenzkrar œsku. Á hinn bóginn hefur erfiður fjárhag-
ur valdið óreglulegri útkomu blaðsins og það aftur bakað því álitshnekki.
★ Á ELLEFTA þingi Æ.F. komu fram eindregnar óskir um að Landneminn kœmi
oftar út en hann hefur gert hingað til og var raunar samþykkt að hann kœmi eigi
sjaldnar út en 8—10 sinnum á ári. Voru þœr óskir rökstuddar með þeirri staðreynd.
að fleiri tölublöð, þótt minni séu, eru hreyfingunni og liðsmönnum heimar gagnlegri í
hinni pólitísku dœgurmálabaráttu en tveggja mánaða rit, þótt vönduð séu. Blað, sem
kemur oftar er fœrara en blað, sem kemur sjaldnar, til virkrar þátttöku í hiimi dag-
legu stjómmálabaráttu — og slíkt málgagn þari Landneminn að verða Æskulýðsfylk-
ingunni. Sambandsstjóm hefur í vetur fjallað ýtarlega um útgáfu Landnemans og gerði
það á fundi sínum 4. jan. s. 1. ályktun í þeim efnum, sem í meginatriðum er svohljóðandi:
★ FRÁ OG MEÐ 20. febrúar 1953 kemur Landneminn út hálfsmánaðarlega, átta síð-
ur að stœrð. Að efni til mun hann kveðja sér hljóðs um öll hagsmunamál íslenzkrar
œsku, sjálfstceðismál þjóðarinnar og hvaðeina, er horfir til framfara og hagsœldar landi
og lýð; hann mun frœða lesendur sína um sósíalisma í hugsjón og framkvœmd og hann
mun segja fréttir af dauðateygjum nýlenduskipulagsins og arðránsskipulags Vestur-
landa; og síðast en ekki sízt mun hann flytja ýmist lesefni við hœfi œskunnar til fróð-
leiks og skemmtunar. Áskriftargjaldið verður ekki hœkkað frá því sem nú er: 40 kr. á ári.
★ SAMBANDSSTJÓRN hefur ráðið Jónas Ámason alþm. sem ritstjóra, — einmitt
þann manninn, sem gert hefur Landnemann að glœsilegasta œskulýðstímariti lands-
ins og aflað honum þeirra vinsœlda, er nú munu nœgja til að gera þetta grettistak
í útgáfu hans mögulegt. Mun Jónas, eins og áður, hafa við hlið sér ritfœrustu menn
hreyfingarinnar.
★ AF SAMÞYKKT þessari leiðir, að þetta hefti verður síðasta tölublað 6. árgangs
og koma því aðeius 6 tölublöð út árið 1952 í stað 10. Sambandsstjórn treystir því og
levfir sér hér með að fara fram á það við alla lesendur blaðsins að þeir greiði eigi að
síður ársgjaldið 1952 að fullu, því að á þann hátt sparast blaðinu þœr tugþúsundir,
sem nœgja fjárhagslega til að hleypa hinu nýja blaði af stokkunum.
★ NÚ SEM endranœr reynir á hug lesendanna til blaðsins — og það mun sann-
ast, að á hinu rtýbyrjaða ári mun LANDNEMINN vaxa til öflugs baráttumálgagns í
þágu hinna framsœknu afla þjóðfélagsins undir ritstjórn Jónasar Árnasonar og fyrir
stuðning hinna fjölmörgu ungu velunnara þess.
S AMB ANDSSTJÓRN
86 LANDNEMINN