Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 24

Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 24
lögur um lagabreytingar í sam- ræmi við tillögur sambandsstjórnar í skipulagsmálum. Voru lagabreyt- ingarnar fólgnar í því, að í stað sambandsstjórnar skyldu kosnar tvær stjórnarnefndir, sem kallaðar voru framkvæmdanefnd og stjórn- málanefnd og væru hlutverk þeirra svo sem heitin gefa til kynna. Mun þessi breyting mjög auðvelda starf yfirstjórnar hreyfingarinnar og gera hana bæfari til að sinna bæði bein- um framkvæmdastörfum og póli- tískum verkefnum ÆF. Lagabreytingum var vísað til annarrar umræðu og fundi síðan frestað. Þriðji dagur þingsins. Þriðji dagur þingsins hófst kl. 10 á sunnudagsmorgun. — Um há- degisbilið var gefið matarhlé en síðan stóð J)ingfundur til kl. 7 um kvöldið. Voru á þessum fundi tek- in fyrir þau mál, sem eftir voru. Landneminn var ræddur ýtarlega af þingfulltrúum og gerðar merkar ályktanir í sambandi við ðtgáfu hans. Samþykkti þingið að gefa út í framtíðinni 8—10 blöð á ári. Skýrsla Alþjóðasamvinnunefndar lýðræðissinnaðrar æsku lá fyrir þinginu og var mikið rædd. Gerðar voru ályklanir í alþjóðamálum og ákveðið að stofna ferðasjóð til að styrkja félaga til þátttöku í næsta heimsmóti æskunnar. Ályktanir voru gerðar í félags- og skemmtanalífi æskunnar, verkalýðs- málum, atvinnumálum, sjálfstæðis- málum o.fl. og verða þær birtar í Landnemanum. Einnig var gengið frá lagabreyt- ingum og samþykktar tillögur sam- bandsstjórnar í félagsmálum. Síðasti liður á dagskránni var stjórnarkosning og eru lesendur Landnemans kunn úrslit hennar, en Guðmundur J. Guðmundsson var endurkjörinn forseti ÆF. Því næst voru ^þingslit. í upj)hafi hvers þingfundar og í lokin voru sungnir barállusöngvar verkalýðsins og æskulýðssöngvar og setti það sérstakan svip á Jnnghaldið. Mótmœlir ofsóknunum í Héðni. 11. þing Æ.F. lýsir megnustu fyrirlitningu á atvinnuofsóknum þeim sem átt liafa sér stað í vél- smiðjunni Héðni og heitir á allan æskulýð og alþýðusamtök landsins að standa vel á verði og hindra að atvinnurekendavaldið geti beitt verkamenn slíkum bolabrögðum í framtíðinni. Sjd þarf œskunni fyrir heil- brigðum skemmtunum. 11. þing Æ.F. vekur athygli á J)ví hve félagsh'f og skemmtanir eru snar þáttur í lífi æskunnar, og hve miklu ])að ræður um mótun hennar á hverjum tíma. Það leggur áherzlu á þýðfingu Jress, að æskan eigi þess jafnan kost að njóta heilbrigðs félagslífs og góðra skemmtana. Þingið fordæmir að gróðasjónar- mið séu látin ráða því hvaða skemmlanir æskunni eru boðnar. Þingið lítur svo á, trð eftir lier- nám landsins séu þcssi mál enn meir aSkallandi en áður. Nú verða ís- lendingur að neyia allra ráiha lil aö vcrja þjóSerni sitt, tungu og menn- ingu, og ekki sízt sóma sinn. Þingi'ö Iveitir á alla góÖa Isleiui- inga, og alveg sérstaklega á œsku- lýösfélögin í landinu, að sameinast gegn þeim hœttum sein aj hernám- inu stafa, án tillits til noklturs ann- Guðmundur J. Guðmunds- var endur- kjörinn forseti ÆF. ars, og bendir á eftirfarandi leiðir í því sambandi: 1. Reyna að sjá sem flestu æsku- fólki fyrir heilbrigðu félagslífi, skemmtunum og tómstundaiðju, í þjóðlegum anda og með menning- arlegu inntaki. 2. Leyfa ekki hermönnum að- gang að samkomum á sínum veg- um. 3. Taka ekki þátt í íþróttakeppni við hermenn, eða öðrum óþörfum samskiptum við þá. Skólaœskunni ber að tryggja sumaratvinnu. 1. Þingið telur að hraða beri fram- kvæmd hinnar nýju fræðslulög- gjafar til fulls og skorar á Al- þingi að draga í engu úr fjár- veitingum í ])ví skyni. 2. Þingið krefst þess, að skóla- æskunni sé séð fyrir nægri sum- aratvinnu til að tryggja að náms- fólk þurfi ekki að hætta námi vegna fjárskorts, eins og þegar er farið að bera alvarlega á. 3. Vegna síaukins námskoslnaðar skorar XI. þingið á Alþingi og ríkisstjórn, að stórauka náms- og húsaleigustyrki til nemenda við framhaldsskóla. Þingið fagnar stofnun láriasjóðs stúdenta við háskólann og skorar á Alþingi að auka fé hans og láta hann ná til stúdenta erlendis. Nokkvar ályktanir þingsins 88 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.