Landneminn - 01.12.1952, Side 30
Framh. af bls. 84.
Henry Martin
til að deyja fyrir Frakkland en ekki fyrir Indókína-
bankann.“
Liebert var aðalvitnið. Hann laug. En Heimburger
Ijóstraði upp um hann og sagðist hafa bent á Henri
til þess að koma sér sjálfum undan. Hahn gæti ekki
annað en tekið á sig alla ábyrgðina af skemmdar-
verkinu.
Henri neitaði algjörlega að hafa verið nokkuð við-
riðinn skemmdarverkið, en þegar kom að leyniblað-
inu, sagðist hann vissulega endurtaka slíkt ef hann
fengi aðeins tækifæri til þess.
Fyrir þetta fékk hann fimm ára fangelsi, fimm ára
tugthús fyrir að segja sannleikann.
Gegn þéssum rangláta dómi reis upp mótmælaalda
um ailt Frakkiand og rétturinn varð að ógilda dóm-
inn. En þegar Kóreustríðið hófst, fengu Bandaríkja-
menn augastað á Indókína og samkvæmt skipun þeirra
voru ný málaferli hafin gegn H. Martin.
Af ótta við réttláta reiði almennings, var Henri
fluttur í flugvél á yfirráðasvæði hersins nálægt Brest
og þar settur réttur yfir honum. Það var þegar vit-
að um dómsniðurstöðuna fyrir fram. En aftur sýndi
Henri óbilandi styrk. Seytján mánaða fangelsi hafði
ekki megnað að buga hann. Hann hlustaði æðrulaus
á dóminn, fimm ára fangelsi og sagði við það tæki-
færi: „Ég trúi á baráttumálstað alþýðunnar. Hann
mun sigra að lokum.“
Þegar réttinum var slitið, tóku allir áheyrendur að
syngja franska þjóðsönginn, dómararnir flýttu sér út
úr salnum, en Pean Méot, sem hafði verið dæmdur
til dauða af nasistum kallaði á eftir þeim: „Á þennan
söng getið þið ekki hlustað öðruvísi en niðurlútir.“
★
Það er nú komið svo, að auðvaldið á núverandi stigi
sínu þaggar niðri í þeim sem berjast fyrir friði. Svo
virðist sem friðurinn sé versti óvinur þess. Enda þótt
Henri sem sjóliði hefði sama rétt til þess að láta
skoðanir sínar í ljósi eins og aðrir horgarar, var hann
dæmdur fyrir að berjast fyrir friði.
Henri Martin er ímynd æskumannsins um allan
heim, sem vill vinna fyrir friði. Þessvegna herst æska
allra landa fyrir því að fá hann úr tugthúsinu. Það
þarf að bregða við skjótt. Dómur hans getur í raun-
inni orðið að dauðadóm.
i
G. M. þýddi upp úr Land og Folk.
A VERKFALLSVERÐI f
langa stund, tölum saman og erum sam-
mála um að vel hafi konan gert, sem gaf
kaffi sárköldum mönnum, sem stóðu verk-
fallsvörð fyrir framan Sláturhús Suður-
lands. „Það er höfðingskona", bætir Bald-
ur við. Við skröfum saman og verjumst
svefninum. Enn er skipt. Dagur er í austri
er við Baldur göngum upp á Hverfisgötu.
Það er ekki ýkja mannmargt nú. Sumir
eru famir að sofa. Þeim veitir ekki af.
Hver veit hvenær þed verða rifnir upp
til að slást. Og nú minnist ég sagnanna
um Novemberslaginn, verkfallið á Krossa-
nesi, akureysku verkamennina, sem lágu
fárveikir ofan í Verklýðshúsi að vera til
taks. Dauðveikir fóru þeir ofan á hryggj-
ur til að hrekja verkfallsbrjótana burtu.
En við ungu mennirnir þekkjum ekki
þetta af eigin raun. Okkur grunaði ekki
þá, að íslenzka afturhaldið ætlaði að
endurtaka sig í hverju verkfalli. Við tal-
færðum þetta ekki einu sinni. Eftir ára-
mótaboðskap Hermanns og Bjarna vita
sumir betur. En það verða allir að vita
betur.
HEIM AÐ SOFA
Okkur finnst eilífðartími unz dagvaktin
kemur á kreik. Nauðsynlegar ráðstafanir
eru gerðar. Ábyrgir menn tala saman og
skiptast á skýrslum. Svo gengur hver heim
til sín. Það er orðið albjart. Húsmæðurnar
ná í matinn. En smátt er skammtað sums
staðar. En hvað varðar afturhaldið um
svöng börn? Krakkarnir bera út blöðin.
Það marrar í stiganum þegar ég geng upp
á loft. Ég les stundarkorn en svo vakna
ég 'seint um daginn. Bókin liggur á,
gólfinu. Það þarf marga menn næstu
nótt. Ef við vökum nógu margir vinnst
sigur.
Hallfrefiur Örn Eiríksson.
94 LANDNEMINN