Unga Ísland - 01.11.1916, Page 5

Unga Ísland - 01.11.1916, Page 5
UNGA ÍSLAND 85 Landskjörnir alþingismenn. Guðjón Guðlaugsson. Fimta dag ágústmánaðar fór fram kosning sex landkjörinna þingmanna, sem nefndir eru, og sitja eiga á Al- þingi í stað konungkjörinna þingmanna, sem áður voru. Var breyting gerð á þessu i stjórnarskránni, sem öðlaðisl gildi í fyrra. Við landkjörið er alt landið eilt kjördæmi. Iíosning fer fram í hverjum lireppi. Er kosið leynilega á miðum; síðan eru mið- arnir af öllu landinu sendir lil Reykja- víkur og þar talið, hvernig atkvæði hafa fallið. Hér kemur mynd af þeim sex þing- mönnum, sem kosning hlutu við land- kjörið í sumar. Hanncs Hafstein bankastjóri er hálf- sextugur að aldri. Þingmaður varð hann fyrst 1901. Varð fyrstur ráð- herra á íslandi 1904, en fórfrávöld- um 1909, er hann varð í minni hluta á Alþingi. Tók aflur við ráð- herrastörfum 1912 en lét af þeim 1914, er hann varð aftur í minni- hluta við kosningarnar. Hann var kosinn af Heimastjórnarllokknum. Sigurður Eggerz sýslumaður er rúmlega ferlugur að aldri. Kosinn fyrst til þings 1911. Varð ráð- herra 1914, en beiddist lausnar sakir mótstöðu konungsvaldsins gegn kröfum Alþingis í sambandi við stjórnarskrárbreytinguna. Sig- urður var kosinn af Sjálfslæðistl. Guðni. Björnson landlæknir var fyrst kosinn á þing í Reykjavík 1905, en féll við kosning 1908. Síðasl var liann konungkjörinn. Hann er rúmt fim- lugur að aldri. Telsl til Heimastj.fi. Sigurður Jóusson bóndi á Ysta-Felli i Kinn, er vel hálfsjötugur að aldri. Hann hefir ekki setið á Alþingi, en þaulvanur afskifum almennings-mála í héraði. Flokkur óháðra bænda kaus hann lil þings. Guðjón Guðlaugsson kaupfélagsstjóri í Hólmavík var fyrst kjörinn á þing 1893. Féll við kosningar 1908 og 1914. Hann er tæpl sextugur að aldri. Fyllir flokk Heimastjórnarmanna. Hjörtur Snorrason hóndi í Arnar- holli í Stafholtstungum var fyrst kos- inn til þings í Borgarfirði 1914. Iiann var um hríð forstöðumaður búnaðar- skólans á Hvanneyri. Hann er Sjálf- stæðismaður. B. S.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.